Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 15:39
Kári Snorrason
Styttist í Lisandro Martínez
Mynd: EPA

Það styttist í endurkomu Lisandro Martínez, varnarmanns Manchester United, sem hefur verið fjarverandi frá því í febrúar þegar hann meiddist alvarlega á hné í leik gegn Crystal Palace.


Samkvæmt enskum fjölmiðlum stefnir Argentínumaðurinn á að snúa aftur á völlinn fyrir mánaðarmót.

Martinez gekkst undir myndatöku í síðustu viku sem kom vel út, og er áætlað að hann hefji æfingar að fullu með liðinu á næstu dögum. 

Man Utd mætir Liverpool næstkomandi sunnudag en sá argentíski horfir til þess að vera leikfær og kominn í leikmannahóp eftir þann leik.


Athugasemdir