Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Úkraína áfram fyrir ofan Ísland - Þriðja tap Svía í röð
Ruslan Malinovskiy var hetja Úkraínu í kvöld
Ruslan Malinovskiy var hetja Úkraínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
De Bruyne skoraði tvennu
De Bruyne skoraði tvennu
Mynd: EPA
Það er gríðarleg spenna í riðli Íslands í undankeppni HM eftir kvöldið í kvöld. Ísland gerði frábært jafntefli gegn Frakklandi og á sama tíma vann Úkraína gegn Aserbaísjan.

Það þýðir að Frökkum mistókst að gulltryggja sér sæti á HM og Ísland heldur í vonina um að komast í umspil. Ísland þarf að vinna Aserbaísjan og treysta á jákvæð úrslit í leik Frakka og Úkraínu þá mætir Ísland Úkraínu í úrslitaleik um 2. sæti í lokaumferðinni.

Úkraína er þremur stigum fyrir ofan Ísland en Ísland er með betri markatölu eins og er. Ef liðin enda jöfn að stigum mun markatalan ráða úrslitum.

Það er komin upp ótrúleg staða í B riðli þar sem Kósovó er í 2. sæti með fjögurra stiga forystu á Slóveníu. Kósovó vann Svíþjóð en Svíar eru með eitt stig og hafa tapað þremur leikjum í röð. Það var markalaust jafntefli hjá toppliðii Sviss gegn Slóveníu.

Nick Woltemade var hetja Þjóðverja í sigri gegn Norður-Írlandi íi A-riðli. Slóvakía lagði Lúxemborg. Þýskaland og Slóvakía erum með níu stig og Norður-Írar með sex stig en Lúxemborg er án stiga og er úr leik.

Belgía er í góðri stöðu á toppnum í J-riðli eftir sigur gegn Wales. Norður Makedónía er stigi á eftir Belgíu eftir jafntefli gegn Kasakstan. Belgía er með 14 stig, Norður Makedónía með 13 stig og Wales með 10 stig en Belgía og Wales eiga leik til góða.

Slovakia 2 - 0 Luxembourg
1-0 Adam Obert ('55 )
2-0 Ivan Schranz ('72 )

Slovenia 0 - 0 Switzerland

Sweden 0 - 1 Kosovo
0-1 Fisnik Asllani ('32 )

Ukraine 2 - 1 Azerbaijan
1-0 Oleksii Gutsuliak ('30 )
1-1 Vitaliy Mykolenko ('45 , sjálfsmark)
2-1 Ruslan Malinovskiy ('64 )

North Macedonia 1 - 1 Kazakhstan
0-1 Dinmukhamed Karaman ('54 )
1-1 Enis Bardhi ('74 )

Wales 2 - 4 Belgium
1-0 Joe Rodon ('8 )
1-1 Kevin De Bruyne ('18 , víti)
1-2 Thomas Meunier ('24 )
1-3 Kevin De Bruyne ('76 , víti)
2-3 Nathan Broadhead ('89 )
2-4 Leandro Trossard ('90 )

Northern Ireland 0 - 1 Germany
0-1 Nick Woltemade ('31 )

Iceland 2 - 2 France
1-0 Victor Palsson ('39 )
1-1 Christopher Nkunku ('63 )
1-2 Jean-Philippe Mateta ('68 )
2-2 Kristian Hlynsson ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner