Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mið 13. nóvember 2019 16:32
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Haukur Harðar: Gríðarlega spenntur að upplifa þetta
Icelandair
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Byrjum á því að reyna að vinna á morgun," segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður sem er í Tyrklandi en hann mun lýsa landsleiknum á morgun.

Möguleikarnir á því að Ísland komist áfram upp úr riðlinum eru litlir og sjálfur býst Haukur við því að umspil verði niðurstaðan á næsta ári þó hann sé brattur fyrir leikinn á morgun.

„Það er í raun 'absúrd' hvernig okkur hefur gengið með Tyrki í gegnum tíðina og sérstaklega hjá þessari gullkynslóð. En tyrkneska liðið hefur ekki spilað hérna síðan 2014 og lætin hér eru engu lík. Mér hefur lengi langað að koma hingað sjálfum."

„Ég er svo spenntur að upplifa þetta á morgun. Þeir geta tryggt sér sæti á EM og dugir jafntefli. Þeir eru mættir í aðalgryfjuna sína og ætla að reyna að kenna okkur lexíu."

Kolbeinn mun hrella Tyrkina
Haukur reiknar með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu á morgun.

„Hann náði ekki að spila á þessum velli þegar hann var hjá Galatasaray en ég held að hann byrji þennan leik og muni hrella tyrknesku varnarmennina. Þetta var veðmál hjá þjálfarateyminu sem gekk upp og í raun magnað að hann sé mættur hingað nánast eins og ekkert hafi í skorist," segir Haukur.

Viðtalið við Hauk má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar kemur hann meðal annars með spá fyrir leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner