Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 13. nóvember 2019 16:32
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Haukur Harðar: Gríðarlega spenntur að upplifa þetta
Icelandair
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Byrjum á því að reyna að vinna á morgun," segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður sem er í Tyrklandi en hann mun lýsa landsleiknum á morgun.

Möguleikarnir á því að Ísland komist áfram upp úr riðlinum eru litlir og sjálfur býst Haukur við því að umspil verði niðurstaðan á næsta ári þó hann sé brattur fyrir leikinn á morgun.

„Það er í raun 'absúrd' hvernig okkur hefur gengið með Tyrki í gegnum tíðina og sérstaklega hjá þessari gullkynslóð. En tyrkneska liðið hefur ekki spilað hérna síðan 2014 og lætin hér eru engu lík. Mér hefur lengi langað að koma hingað sjálfum."

„Ég er svo spenntur að upplifa þetta á morgun. Þeir geta tryggt sér sæti á EM og dugir jafntefli. Þeir eru mættir í aðalgryfjuna sína og ætla að reyna að kenna okkur lexíu."

Kolbeinn mun hrella Tyrkina
Haukur reiknar með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu á morgun.

„Hann náði ekki að spila á þessum velli þegar hann var hjá Galatasaray en ég held að hann byrji þennan leik og muni hrella tyrknesku varnarmennina. Þetta var veðmál hjá þjálfarateyminu sem gekk upp og í raun magnað að hann sé mættur hingað nánast eins og ekkert hafi í skorist," segir Haukur.

Viðtalið við Hauk má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar kemur hann meðal annars með spá fyrir leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner