Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mið 13. nóvember 2019 16:32
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Haukur Harðar: Gríðarlega spenntur að upplifa þetta
Icelandair
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Byrjum á því að reyna að vinna á morgun," segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður sem er í Tyrklandi en hann mun lýsa landsleiknum á morgun.

Möguleikarnir á því að Ísland komist áfram upp úr riðlinum eru litlir og sjálfur býst Haukur við því að umspil verði niðurstaðan á næsta ári þó hann sé brattur fyrir leikinn á morgun.

„Það er í raun 'absúrd' hvernig okkur hefur gengið með Tyrki í gegnum tíðina og sérstaklega hjá þessari gullkynslóð. En tyrkneska liðið hefur ekki spilað hérna síðan 2014 og lætin hér eru engu lík. Mér hefur lengi langað að koma hingað sjálfum."

„Ég er svo spenntur að upplifa þetta á morgun. Þeir geta tryggt sér sæti á EM og dugir jafntefli. Þeir eru mættir í aðalgryfjuna sína og ætla að reyna að kenna okkur lexíu."

Kolbeinn mun hrella Tyrkina
Haukur reiknar með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu á morgun.

„Hann náði ekki að spila á þessum velli þegar hann var hjá Galatasaray en ég held að hann byrji þennan leik og muni hrella tyrknesku varnarmennina. Þetta var veðmál hjá þjálfarateyminu sem gekk upp og í raun magnað að hann sé mættur hingað nánast eins og ekkert hafi í skorist," segir Haukur.

Viðtalið við Hauk má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar kemur hann meðal annars með spá fyrir leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner