Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bafétimbi Gomis leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Bafétimbi Gomis er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir afar langan og nokkuð farsælan fótboltaferil.

Gomis er 39 ára gamall og lék síðast með Kawasaki Frontale í japanska boltanum, eftir að hafa verið lykilmaður bæði hjá Al-Hilal og Galatasaray á undanförnum árum - þrátt fyrir hækkandi aldur.

Gomis hóf atvinnumannaferilinn með Saint-Étienne í heimalandinu og lék í fimm ár fyrir félagið áður en hann skipti yfir til Lyon fyrir 13 milljónir evra árið 2009. Hann reyndist mikilvægur hlekkur hjá Lyon og lék þar í fimm ár áður en hann samdi við Swansea City í enska boltanum.

Gomis skoraði 17 mörk í 71 úrvalsdeildarleik með fallbaráttuliði Swansea City sem féll að lokum. Gomis vildi ekki spila í Championship deildinni svo hann hélt til Marseille í Frakklandi áður en hann samdi við tyrkneska stórveldið Galatasaray og raðaði inn mörkunum þar.

Gomis skoraði 3 mörk í 12 landsleikjum fyrir Frakkland og vann meðal annars franska bikarinn og tyrknesku deildina á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner