Franski framherjinn Bafétimbi Gomis er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir afar langan og nokkuð farsælan fótboltaferil.
Gomis er 39 ára gamall og lék síðast með Kawasaki Frontale í japanska boltanum, eftir að hafa verið lykilmaður bæði hjá Al-Hilal og Galatasaray á undanförnum árum - þrátt fyrir hækkandi aldur.
Gomis hóf atvinnumannaferilinn með Saint-Étienne í heimalandinu og lék í fimm ár fyrir félagið áður en hann skipti yfir til Lyon fyrir 13 milljónir evra árið 2009. Hann reyndist mikilvægur hlekkur hjá Lyon og lék þar í fimm ár áður en hann samdi við Swansea City í enska boltanum.
Gomis skoraði 17 mörk í 71 úrvalsdeildarleik með fallbaráttuliði Swansea City sem féll að lokum. Gomis vildi ekki spila í Championship deildinni svo hann hélt til Marseille í Frakklandi áður en hann samdi við tyrkneska stórveldið Galatasaray og raðaði inn mörkunum þar.
Gomis skoraði 3 mörk í 12 landsleikjum fyrir Frakkland og vann meðal annars franska bikarinn og tyrknesku deildina á ferlinum.
I want to extend my heartfelt thanks to Galatasaray and all the amazing fans who have supported me throughout my journey. You embraced me like family and made my time at the club unforgettable. I will always carry the memories and passion of Galatasaray with me. Thank you for… https://t.co/npmrVpHZhX
— Bafétimbi Gomis (@BafGomis) November 12, 2024
Athugasemdir