Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 13. nóvember 2024 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Sveindís í sigurliði - Amanda steinlá í Madríd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Meistaradeild kvenna er í fullu fjöri þessa dagana þar sem riðlakeppnin er hálfnuð. Það voru fjórir leikir á dagskrá í kvöld og er tveimur fyrstu lokið.

Sveindís Jane Jónsdóttir var þar í byrjunarliðinu hjá Wolfsburg sem vann fimm marka útisigur gegn Galatasaray.

Sveindís spilaði fyrsta klukkutímann og var skipt af velli í stöðunni 0-1, skömmu fyrir markaflóð Wolfsburg þar sem Rebecka Blomqvist skoraði þrennu.

Wolfsburg er því komið með þrjú stig eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni en Galatasaray er án stiga. Liðin eru í dauðariðli ásamt Lyon og Roma.

Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði þá í 83 mínútur í liði Twente á útivelli gegn Real Madrid. Heimakonur í Madríd skópu þægilegan sjö marka stórsigur.

Twente er komið með þrjú stig eftir þrjár umferðir og ólíklegt að hollenska liðið komist upp úr B-riðli.

Galatasaray 0 - 5 Wolfsburg
0-1 M. Wedemeyer ('24)
0-2 Rebecka Blomqvist ('63)
0-3 Rebecka Blomqvist ('77)
0-4 Rebecka Blomqvist ('96)
0-5 V. Endemann ('97)

Real Madrid 7 - 0 Twente
1-0 S. Bruun ('3)
2-0 M. Mendez ('16)
3-0 N. Feller ('50)
4-0 C. Weir ('55)
5-0 M. Mendez ('63)
6-0 O. Hernandez ('65)
7-0 C. Camacho ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner