Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 13. desember 2019 08:00
Elvar Geir Magnússon
Zidane segist ekki hafa áhyggjur af Luka Jovic
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segist ekki hafa áhyggjur af serbneska landsliðsmanninum Luka Jovic.

Jovic kom frá Eintracht Frankfurt í sumar en hefur ekki náð að stimpla sig inn í Madrídarliðið. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í tólf leikjum.

„Það er rétt að hann hefur ekki spilað mikið það sem af er tímabili. Hann er leikmaður sem þarf að spila mikið til að spila vel," segir Zidane.

„Það er ekkert vandamál með hann. Hann þarf bara að halda áfram að leggja mikið á sig. Sem stendur er það mitt vandamál að finna pláss fyrir hann en hann verður að vera klár þegar þörf er á."

„Vonandi fær hann meiri leiktíma á komandi vikum."

Real Madrid á leik gegn Valencia um helgina og mætir svo Barcelona í El Clasico í næstu viku. Barcelona og Real Madrid eru jöfn að stigum á toppi La Liga.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner