banner
   fös 14. janúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Malí dæmdur sigur gegn Túnis
Janny Sikazwe, dómari leiksins.
Janny Sikazwe, dómari leiksins.
Mynd: Getty Images
Skipulagsnefnd Afríkukeppninnar hefur ákveðið að dæma Malí 1-0 sigur gegn Túnis í keppninni en málið var tekið á fundi nefndarinnar í gær.

Fótboltasamband Túni sendi inn formlega kvörtun í gær eftir leikinn gegn Malí en ástæðan var undarleg dómgæsla Janny Sikazwe frá Sambíu.

Dómarinn flautaði leikinn af á 85. mínútu leiksins áður en hann gerði sér grein fyrir mistökum sínum og flautaði leikinn aftur á. Það hafði mikið gengið á í leiknum en tvö víti voru dæmd, rautt spjald, notkun á VAR-skjánum og þá var vatnspása.

Það hefði því verið eðlilegast að hafa uppbótartíma en í staðinn ákvað hann að flauta leikinn aftur af á 89. mínútu. Það stóð til að spila síðustu mínúturnar og var landslið Malí mætt út á völl en Túnis mætti aldrei og ekki Sikazwe heldur.

Sikazwe fékk sólsting og greindi afríska fótboltasambandið frá því í gær en hann þurfti að fara upp á spítala í kjölfarið. Túnis lagði fram kvörtun vegna leiksins en það var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar keppninnar í gær.

Niðurstaðan var að vísa kvörtuninni frá og var Malí dæmdur 1-0 sigur í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner