Alfons Sampsted er byrjaður að spila sem miðvörður með Birmingham City og var hann í byrjunarliðinu í bikarleik gegn Swindon Town í kvöld.
Alfons og félagar stóðu sig vel og hleyptu aðeins einni marktilraun á rammann í leiknu, sem endaði í netinu.
Birmingham vann þó leikinn og er komið áfram í 8-liða úrslit EFL Trophy neðrideildabikarsins.
Willum Þór Willumsson er mikilvægur hlekkur í liði Birmingham en var þó ekki í hóp í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson kom þá inn af bekknum á sama tíma og Wout Weghorst er Ajax tapaði 2-0 gegn AZ Alkmaar í hollenska bikarnum. Jordan Henderson fór af velli til að skapa pláss fyrir Kristian Nökkva.
Kristian fékk að spila síðustu 25 mínútur leiksins en tókst ekki að koma í veg fyrir tap og er Ajax úr leik.
Swindon 1 - 2 Birmingham
AZ Alkmaar 2 - 0 Ajax
Athugasemdir