Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fundaði með KSÍ í byrjun síðustu viku - „Þetta er alveg magnað"
Icelandair
Bo Henriksen.
Bo Henriksen.
Mynd: Getty Images
Henriksen spilaði á sínum tíma með Fram, ÍBV og Val.
Henriksen spilaði á sínum tíma með Fram, ÍBV og Val.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það bendir allt til þess að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands. En eitt það áhugaverðasta við leitina að nýjum landsliðsþjálfara var það að Bo Henriksen mætti í atvinnuviðtal hjá KSÍ.

Það var sagt frá því í síðustu viku að hann hefði verið einn af þremur sem hefði komið til greina í starfið ásamt Arnari og Frey Alexanderssyni.

Fram kemur á danska fjölmiðlinum BT að Henriksen hafi komið til Íslands í viðtal hjá KSÍ í byrjun síðustu viku.

Þetta eru í raun ótrúlegar fréttir þar sem Henriksen hefur verið að gera virkilega góða hluti með þýska úrvalsdeildarfélagið Mainz. Liðið situr sem stendur í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en Henriksen tók við liðinu í vondri stöðu fyrir um ári síðan.

„Þetta er alveg magnað. Toddi (formaður KSÍ) fór á fund með Bo Henriksen," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Bo Henriksen lýsti yfir áhuga. Þetta kemur af fyrra bragi frá honum. Hann er í fimmta sæti með Mainz í þýsku úrvalsdeildinni og það er talað um hann sem einn mest spennandi þjálfara í Þýskalandi. Það eru sögur um að landsliðsþjálfarastarf heilli hann og hann sé pirraður út í Dani fyrir að hafa ekki viljað sig á sínum tíma."

Henriksen er fyrrum leikmaður Vals, Fram og ÍBV og þekkir hann íslenskan fótbolta vel.

„Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað leikrit hjá Bo til að gefa danska sambandinu puttann eða eitthvað," sagði Elvar.

En eins og áður segir er Arnar Gunnlaugsson að öllum líkindum að taka við íslenska landsliðinu.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner