Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Víkingur R. tekur á móti KR í Reykjavíkurmóti karla.
Liðin eigast við í 2. umferð mótsins en Víkingur byrjaði á stóru tapi gegn ÍR í fyrstu umferð á meðan KR rúllaði yfir Fjölni.
Leikmenn úr 2. flokki Víkings mættu til leiks gegn ÍR en Víkingur á tvo leiki framundan við Panathinaikos í Sambandsdeildinni í febrúar.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
19:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
Athugasemdir