Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir jafntefli United gegn West Brom í dag.

Martial spilaði 66 mínútur fyrir United en var skipt af velli í seinni hálfleik fyrir Mason Greenwood.

Eftir leikinn varð Martial fyrir kynþáttafordómum á Instagram. Sky Sports greinir frá því að rasistar á samfélagsmiðlinum hafi birt rasísk skilaboð til hans.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Martial verður fyrir kynþáttafordómum á tímabilinu. Hann og liðsfélagi hans, Axel Tuanzebe, urðu fyrir barðinu á rasistum eftir tap gegn Sheffield United í lok janúar.

Rasismi er mikið vandamál í fótboltaheiminum, því miður og gerist það oft að fótboltamenn fái rasísk skilaboð á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner