Portúgalski þjálfarinn Rúben Amorim svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir spennandi slag Manchester United gegn Tottenham Hotspur í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.
Bæði lið eru að eiga mikið vonbrigðatímabil og hafa verið að glíma við meiðslavandræði, en Man Utd er í 13. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 24 umferðir. Tottenham er sæti neðar með 27 stig.
„Það er enginn leikmaður kominn aftur úr meiðslum og það eru 1-2 ný vandamál sem hafa komið upp," sagði Amorim, en Jonny Evans, Mason Mount og Luke Shaw voru á meiðslalistanum í síðasta leik og hafa Lisandro Martínez og Altay Bayindir bæst við listann síðan.
„Ég er hrifinn af Ange Postecoglou, hann er góður gaur og frábær þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann hefur gert og ég skil tenginguna sem við höfum á þessu tímabili því við erum í mjög svipaðri stöðu. Hvorugur okkar er að vinna fótboltaleiki.
„En með fullri virðingu þá er ég að þjálfa stærra félag með meiri væntingar og því fylgir meiri pressa."
Amorim ræddi um framtíðarplön sín hjá Manchester United og vonast til að fá tækifæri til að vera hjá félaginu næstu árin.
„Markmiðið okkar er að vinna ensku úrvalsdeildina og við getum breytt öllu hérna á nokkrum árum. Eins og staðan er í dag þá erum við í erfiðri stöðu og við þurfum að halda áfram að leggja mikla vinnu á okkur til að geta snúið þessu við.
„Ef við viljum kaupa nýja leikmenn þá þurfum við að fylgja fjármálareglunum, sem þýðir að við þurfum fyrst að selja leikmenn."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
![](/images/flags/flag_england.png)
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 24 | 17 | 6 | 1 | 58 | 23 | +35 | 57 |
2 | Arsenal | 24 | 14 | 8 | 2 | 49 | 22 | +27 | 50 |
3 | Nott. Forest | 24 | 14 | 5 | 5 | 40 | 27 | +13 | 47 |
4 | Chelsea | 25 | 12 | 7 | 6 | 47 | 34 | +13 | 43 |
5 | Man City | 24 | 12 | 5 | 7 | 48 | 35 | +13 | 41 |
6 | Newcastle | 24 | 12 | 5 | 7 | 42 | 29 | +13 | 41 |
7 | Bournemouth | 24 | 11 | 7 | 6 | 41 | 28 | +13 | 40 |
8 | Brighton | 25 | 9 | 10 | 6 | 38 | 38 | 0 | 37 |
9 | Aston Villa | 24 | 10 | 7 | 7 | 34 | 37 | -3 | 37 |
10 | Fulham | 24 | 9 | 9 | 6 | 36 | 32 | +4 | 36 |
11 | Brentford | 24 | 9 | 4 | 11 | 42 | 42 | 0 | 31 |
12 | Crystal Palace | 24 | 7 | 9 | 8 | 28 | 30 | -2 | 30 |
13 | Man Utd | 24 | 8 | 5 | 11 | 28 | 34 | -6 | 29 |
14 | Tottenham | 24 | 8 | 3 | 13 | 48 | 37 | +11 | 27 |
15 | Everton | 24 | 6 | 9 | 9 | 25 | 30 | -5 | 27 |
16 | West Ham | 24 | 7 | 6 | 11 | 29 | 46 | -17 | 27 |
17 | Wolves | 24 | 5 | 4 | 15 | 34 | 52 | -18 | 19 |
18 | Leicester | 24 | 4 | 5 | 15 | 25 | 53 | -28 | 17 |
19 | Ipswich Town | 24 | 3 | 7 | 14 | 22 | 49 | -27 | 16 |
20 | Southampton | 24 | 2 | 3 | 19 | 18 | 54 | -36 | 9 |
Athugasemdir