Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benitez: Real Madrid yrði gott skref fyrir Alexander-Arnold
Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, segir að Real Madrid muni henta Trent Alexander-Arnold vel.

Alexander-Arnold hefur verið orðaður við Real Madrid næsta sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.

Benitez stýrði einniig Real Madrid á sínum tíma en hann hóf leikmanna og þjálfaraferilinn hjá spænska stórliðinu.

„Hann er sóknarsinnaður varnarmaður og spilar stundum sem miðjumaður. Real Madrid er sóknarsinnað lið, besta liðið á Spáni og verða það því þeir eru með hæfileikana," sagði Bentiez.

„Þú færð fleiri tækifæri til að leggja upp og búa til færi sem sóknarsinnaður varnarmaður í sóknarsinnuðu liði, Real Madrid yrði gott fyrir hann sem leikmann. Hann er að gera þetta hjá Liverpool en þú getur bókað það að hann muni gera þetta hjá Real Madrid í mörg ár."
Athugasemdir
banner
banner