Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Bestu 45 mínútur Liverpool á síðustu tólf mánuðum
Jurgen Klopp fær mikið lof.
Jurgen Klopp fær mikið lof.
Mynd: Getty Images
Mark Lawrenson.
Mark Lawrenson.
Mynd: Getty Images
Mark Lawrenson, fyrrum varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur BBC, segir að seinni hálfleikurinn í München í gær hafi verið besta frammistaða Liverpool á síðustu tólf mánuðum.

„Þá tek ég með sigurleikina mögnuðu í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildarinnar," segir Lawrenson.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Liverpool vann leikinn 3-1 og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun.

„Taktístk var Jurgen Klopp með þetta algjörlega hárrétt. Eftir jöfnunarmark Bayern þurfti Klopp að fá lið sitt til að vera þéttara varnarlega en ógna samt á hinum endanum. Og það tókst svo sannarlega," segir Lawrenson.

„Sóknarlína Liverpool hefur fengið sína gagnrýni að undanförnu en fremstu þrír sýndu hversu erfitt er að stöðva þá þegar þeir fá réttu þjónustuna."

„Liverpool tók alla stjórn og fór þægilega áfram. Völlurinn var fljótur að tæmast áður en flautað var til leiksloka því það var engin leið fyrir Bayern."

„Liverpool vill ekki mæta öðru ensku liði í 8-liða úrslitunum. Ensku liðin vita svo mikið um hvort annað. Ég tel Manchester City líklegasta liðið til að vinna bikarinn í Madríd í júní en Liverpool er ekki langt á eftir."
Athugasemdir
banner
banner
banner