Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 14. mars 2022 09:45
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Ronaldo og Díaz saman frammi
Mynd: BBC
Liverpool setti aukna pressu á Manchester City í titilbaráttunni með því að vinna Brighton, Cristiano Ronaldo var magnaður í sigri Manchester United gegn Tottenham og Leeds United vann mikilvægan og dramarískan sigur í fallbaráttunni.

Þetta var tíðindamikil helgi í ensku úrvalsdeildinni. Everton og Burnley töpuðu bæði og hættan á falli eykst.

Chelsea vann nauman sigur við erfiðar aðstæður og Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko hirti fyrirsagnir með því að skora í sigri West Ham.

Þrátt fyrir að Manchester City eigi eftir að spila, gegn Crystal Palace í kvöld, þá gat Garth Crooks sérfræðingur BBC ekki beðið eftir því að velja úrvalslið vikunnar.

Hefur þú eitthvað út á valið að setja? Til þess er ummælakerfið!
Athugasemdir