Liverpool setti aukna pressu á Manchester City í titilbaráttunni með því að vinna Brighton, Cristiano Ronaldo var magnaður í sigri Manchester United gegn Tottenham og Leeds United vann mikilvægan og dramarískan sigur í fallbaráttunni.
Þetta var tíðindamikil helgi í ensku úrvalsdeildinni. Everton og Burnley töpuðu bæði og hættan á falli eykst.
Chelsea vann nauman sigur við erfiðar aðstæður og Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko hirti fyrirsagnir með því að skora í sigri West Ham.
Þetta var tíðindamikil helgi í ensku úrvalsdeildinni. Everton og Burnley töpuðu bæði og hættan á falli eykst.
Chelsea vann nauman sigur við erfiðar aðstæður og Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko hirti fyrirsagnir með því að skora í sigri West Ham.
Þrátt fyrir að Manchester City eigi eftir að spila, gegn Crystal Palace í kvöld, þá gat Garth Crooks sérfræðingur BBC ekki beðið eftir því að velja úrvalslið vikunnar.
Hefur þú eitthvað út á valið að setja? Til þess er ummælakerfið!
Varnarmaður: Joel Matip (Liverpool) - Van Dijk fær oftast hrósið en Matip hefur átt frábært tímabil.
Miðjumaður: Martin Ödegaard (Arsenal) - Heldur áfram að spila gríðarlega vel fyrir Arsenal og sýndi sköpunarmátt sinn í sigrinum gegn Leicester.
Miðjumaður: Christian Eriksen (Brentford) - Gæði danska lansliðsmannsins gerðu gæfumuninn í sigri gegn Burnley. Átti frábæra stoðsendingu.
Athugasemdir