Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fös 14. mars 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Afturelding lagði Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 4-2 Leiknir
Mörk Aftureldingar: Aron Elí Sævarsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Axel Óskar Andrésson og Aron Jóhannsson
Leiknir: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Dusan Brkovic

Afturelding fékk Leikni í heimsókn í æfingaleik í kvöld nú þegar rúmar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið hefst.

Það er spennandi tímabil framundan fyrir Aftureldingu sem mun spila í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa unnið sér sæti í gegnum umspilið í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Liðið lagði Leikni í kvöld en Aron Elí Sævarsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Axel Óskar Andrésson og Aron Jóhannsson komust á blað hjá Aftureldingu.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Dusan Brkovic skoruðu mörk Leiknis sem leikur í Lengjudeildinni í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner