Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var óánægður með ummæli Sir Jim Ratcliffe meðeiganda félagsins sem sagði í viðtali að sumir leikmenn liðsins væru ekki nægilega góðir og væru á of háum launum.
Ratcliffe var þar meðal annars að tala um Rasmus Höjlund, Andre Onana og Casemiro sem allir byrjuðu og stóðu sig vel í sigrinum gegn Real Sociedad í gær.
„Manni líður ekki vel að heyra svona hluti. Ég held að enginn leikmaður vilji heyra svona gagnrýni, að maður sé ekki nægilega góður eða að fá of mikið borgað. Allir eru með sinn samning sem félagið samþykkti og þú vilt sýna að þú sért félaginu mikilvægur," segir Bruno.
„Hjá þessu félagi er ekki hægt að slaka á. Það eru miklar kröfur, þú færð mikla athygli frá fjölmiðlum. Maður verður að gera sér grein fyrir því að stundum þarftu að einbeita þér að þínum leik, reyna að bæta þig sjálfur."
Ratcliffe var þar meðal annars að tala um Rasmus Höjlund, Andre Onana og Casemiro sem allir byrjuðu og stóðu sig vel í sigrinum gegn Real Sociedad í gær.
„Manni líður ekki vel að heyra svona hluti. Ég held að enginn leikmaður vilji heyra svona gagnrýni, að maður sé ekki nægilega góður eða að fá of mikið borgað. Allir eru með sinn samning sem félagið samþykkti og þú vilt sýna að þú sért félaginu mikilvægur," segir Bruno.
„Hjá þessu félagi er ekki hægt að slaka á. Það eru miklar kröfur, þú færð mikla athygli frá fjölmiðlum. Maður verður að gera sér grein fyrir því að stundum þarftu að einbeita þér að þínum leik, reyna að bæta þig sjálfur."
Neitaði möguleika á að fara frá United síðasta sumar
Bruno skoraði þrennu gegn Real Sociedad í gær. Í viðtali eftir leikinn sagði portúgalski miðjumaðurinn frá því að hann hefði fundað með félaginu síðasta sumar um sína framtíð.
„Við settumst niður og ræddum málin því mér bauðst að fara annað. Við ræddum möguleikana á því að ég myndi fara eða vera áfram. Ég spurði hvort þeir sæju mig sem hluta af framtíðinni eða ekki. Ég ræddi líka við Erik ten Hag. Hann og félagið sögðu það skýrt að ég væri stór hluti af enduruppbyggingunni. Ég taldi að við gætum náð árangri saman," segir Bruno.
Athugasemdir