Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kom víða við á fréttamannafundi í dag en Arsenal mun mæta Chelsea í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Hann tjáði sig meðal annars um táninginn Myles Lewis-Skelly sem var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í dag. Lewis-Skelly hefur slegið í gegn á þessu tímabili og hefur aðallega leikið sem vinstri bakvörður en getur einnig spilað á miðjunni.
„Ég er stoltur. Þetta er stór stund fyrir hann og fyrir félagið. Það er stórt að okkar uppöldu leikmenn séu valdir í landsliðið. Ég er virkilega ánægður," segir Arteta.
Hann tjáði sig meðal annars um táninginn Myles Lewis-Skelly sem var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í dag. Lewis-Skelly hefur slegið í gegn á þessu tímabili og hefur aðallega leikið sem vinstri bakvörður en getur einnig spilað á miðjunni.
„Ég er stoltur. Þetta er stór stund fyrir hann og fyrir félagið. Það er stórt að okkar uppöldu leikmenn séu valdir í landsliðið. Ég er virkilega ánægður," segir Arteta.
Bukayo Saka nálgast endurkomu en hann hefur verið frá síðan í desember vegna meiðsla.
„Hann er að færast nær. Bataferlið gengur mjög vel myndi ég segja. Sjáum svo hvernig hann bregst við þegar hann byrjar að æfa aftur með liðinu," segir Arteta.
Þá tjáði Arteta sig einnig um varnarmanninn Ben White sem er kominn af meiðslalistanum.
„Hann hefur verið með okkur síðustu tvær vikur og hnéð á honum hefur haldið vel. Það er mjög jákvætt. Ben er okkur mjög mikilvægur leikmaður og hann kemur með öðruvísi dínamík."
Athugasemdir