Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 14. apríl 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír efnilegir framlengja við Aftureldingu
Lengjudeildin
Aron Daði í leik í fyrra
Aron Daði í leik í fyrra
Mynd: Raggi Óla
Þrír leikmenn hafa framlengt samning sína við Aftureldingu út tímabilið 2022.

Það eru þeir Patrekur Orri Guðjónsson, Gylfi Hólm Erlendsson og Aron Daði Ásbjörnsson.

Þeir eru allir fæddir árið 2002 og voru hluti af liði Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari árið 2018 í 3. flokki.

Patrekur Orri kom við sögu í tveimur leikjum með Aftureldingu síðasta sumar, Gylfi Hólm lék með Hvíta riddaranum og Aron Daði lék þrjá leiki með Aftureldingu. Patrekur var á láni hjá Hvíta riddaranum fyrri hluta síðustu leiktíðar.


Athugasemdir
banner
banner