Bergþóra er miðjumaður sem gekk í raðir Víkings í sumarglugganum í fyrra eftir að hafa verið í tæpt eitt ár hjá Örebro. Hún er alin upp hjá Breiðabliki, á að baki 109 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað ellefu mörk.
Bergþóra hjálpaði nýliðum Víkings að ná 3. sætinu í Bestu deildinni í fyrra. Hún á að baki 13 leiki fyrir yngri landsliðin og sex leiki með U23 landsliðinu. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Bergþóra hjálpaði nýliðum Víkings að ná 3. sætinu í Bestu deildinni í fyrra. Hún á að baki 13 leiki fyrir yngri landsliðin og sex leiki með U23 landsliðinu. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Bergóra Sól Ásmundsdóttir
Gælunafn: Begga
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég lék minn fyrsta meistaraflokks leik með Breiðablik árið 2018 í Lengjubikarnum. Fékk að koma inná alveg í lokin svo það var lítið minnisstætt sem gerðist í leiknum.
Uppáhalds drykkur: ískalt coke zero
Uppáhalds matsölustaður: subway
Uppáhalds tölvuleikur: hayday
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei ekkert svoleiðis
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: ég er mikill aðdáandi af góðu sitcomi, er að horfa núna á Parks and recreation
Uppáhalds tónlistarmaður: ég er Swiftie
Uppáhalds hlaðvarp: teboðið
Uppáhalds samfélagsmiðill: tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Uglan, einhvern veginn alltaf eitthvað að frétta þar.
Fyndnasti Íslendingurinn: Emma Steinsen
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Litli bróðir minn sendi mér þessa pælingu: ég var að horfa á klippu úr Cars myndinni og ég tók ótrúlega oft eftir gangstéttum hvað er málið með það og fyrir hvern eiginlega.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Marie-Antoinette Katoto, fékk að koma inn á móti PSG í meistaradeildinni 2019, þær voru nokkrar góðar þar.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þorsteinn Halldórsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Karen María Sigurgeirsdóttir, bara af því hún er svo góð og langaði að nefna það.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mamma og pabbi
Sætasti sigurinn: Við unnum Þór/KA í síðasta leik í fyrra og tókum 3. sætið. Það var mjög sætt
Mestu vonbrigðin: Þegar one direction hættu saman árið 2016
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi vilja fá Hildi Lilju Ágústsdóttur til mín
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Freyja Stefánsdóttir er rugl góð
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Fólk hefur ætíð haldið því fram að ég sé alveg eins og bróðir minn, svo svarið hlýtur að vera Hörður Máni Ásmundsson
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Birta Birgisdóttir er smoking hot
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: ef að leikur fer 0-0 þá fær enginn stig
Uppáhalds staður á Íslandi: Ég er mjög heimakær finnst ekkert betra en að vera bara heima hjá mér
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hljóp einu sinni dómara niður
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég verð alltaf rosaleg handbolta kona þegar íslenska landsliðið er að spila
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég spila í adidas f50
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði, grenjaði mikið yfir henni
Vandræðalegasta augnablik: Ég vann einu sinni á pizzastað og rukkaði kúnna 7 milljónir fyrir pizzuna sína af því ég kunni ekki á kassann
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Áslaug Mundu Gunnlaugsdóttur, Hildi Þóru Hákonardóttur og Karítas Tómasdóttur af því þær eru frábærar manneskjur sem ég hef kynnst í boltanum og langar að hitta á þær.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Selma Dögg my fyrirliði, hún er stemningskona og hún tók ótrúlega vel á móti mér þegar ég kom.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi senda Töru Jóns í survivor hreinlega af því ég held að það væri fyndið en held hún myndi samt koma okkur á óvart.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég kann söngleikinn Hamilton utan af
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bergdís Sveinsdóttir er ekki bara frábær í fótbolta hún er líka einn skemmtilegasti karakter sem ég hef verið með í liði.
Hverju laugstu síðast: Ég laug því að ég væri lögð af stað til vinkonu minnar þegar ég var ennþá heima
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er alltaf leiðinlegust en hún er mjög mikilvæg.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Fannar Halldór hvað hann ætlaði að segja í Ísland Got Talent áður en stressið tók yfir
Athugasemdir