mán 14.apr 2025 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir |
|

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Víkingar enduðu í þriðja sæti í fyrra og því er spáð að þær lendi aftur þar í sumar.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Víkingur R., 72 stig
4. Þróttur R., 71 stig
5. Þór/KA, 67 stig
6. Stjarnan, 48 stig
7. FH, 47 stig
8. Fram, 25 stig
9. FHL, 19 stig
10. Tindastóll, 16 stig
Um liðið: Uppgangurinn í Víkinni hefur í raun verið ævintýralegur síðustu árin og hann hélt bara áfram í fyrra þegar þriðja sætið varð niðurstaðan eftir stórgóðan sigur gegn Þór/KA í lokaumferð deildarinnar. Þær komu inn í deildina í skýjunum eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna sem Lengjudeildarlið árið áður. Þær byrjuðu á því að vinna B-deild Lengjubikarsins fyrir mót og unnu svo bæði Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina. Víkingur varð þarna fyrsta liðið úr B-deild til vinna en Mjólkurbikarinn en þær lögðu Breiðablik eftirminnilega á sumarkvöldi í Laugardalnum. Núna er komið að nýju sumri og nýjum markmiðum eftir tvö stórkostleg tímabil í röð. Hamingjan hefur svo sannarlega verið í Víkinni og þær ætla að halda henni þar.
Þjálfarinn: John Andrews tók við Víkingi haustið 2019 eftir að HK og Víkingur luku samstarfi sínu í meistaraflokki kvenna. Undir stjórn John hefur liðið eflst jafnt og þétt, og má segja að liðið hafi gjörsamlega sprungið út sumarið 2023 þegar þær urðu bikarmeistarar. John er frá Írlandi en hann spilaði hér á landi með Aftureldingu. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Aftureldingar og Völsungs. Hann á auðvitað skilið mikið hrós fyrir það starf sem hann hefur unnið hjá Víkingi en hann mætir til leiks með nýjan aðstoðarmann í sumar; Björn Sigurbjörnsson.
Álit Magga
Magnús Haukur Harðarson, fyrrum þjálfari Fjölnis, er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu deild kvenna. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Getur partýið haldið áfram?
„Það hefur verið standandi partý í Hamingjunni síðustu ár og uppgangur kvennaliðsins verið ótrúlegur. Liðinu er spáð þriðja sætinu en það er einmitt sætið sem þær enduðu í á síðasta tímabili.
Getur partýið haldið áfram?"
„Líklega en liðið hefur styrkt með reynslumiklum leikmönnum en á sama tíma hafa leikmenn horfið á braut sem hafa spilað mikilvæg hlutverk í uppgangi liðsins og mögulega er breiddin minni en síðustu ár."
„Ungir leikmenn halda áfram að blómstra í Víkinni og ég vona að við sjáum aðeins öðruvísi áherslur á vellinum en liðið er súttfullt af hæfileikum og geta auðveldlega spilað boltanum með grasinu í stað þess að lúðra honum fram."
„Metnaðurinn er til staðar til að gera alvöru atlögu að efstu tveimur sætunum en til þess að liðið geti gert það þurfa allir leikmenn og þjálfarar að fara upp í næsta þrep. Það vantaði upp á mætingu á heimavöll Hamingjunnar í fyrra og treysti ég því að það verði annað upp á teningnum í ár."
Lykilmenn: Erna Guðrún Magnúsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir
Erna og Selma eru að fara inn í enn eitt tímabilið saman en þær eru góðar vinkonur og frábærir leikmenn sem hafa reynst Víkingum stórkostlega. Þær spiluðu báðar lykilhlutverk í bikarmeistaratitli Víkinga og hafa verið mjög svo mikilvægar í mögnuðum árangri liðsins síðustu ár. Þær komu báðar frá FH og hafa spilað saman í lengri tíma. Þær tengja vel við hvora aðra innan sem utan vallar og það er dýrmætt að hafa þær í hrygg liðsins þar sem Erna leiðir varnarlínuna og Selma stýrir miðjunni. Þær eru leiðtogar í liðinu og er Selma með fyrirliðabandið. Ágætis pakkadíll sem Víkingar fengu með þeim.
Gaman að fylgjast með: Linda Líf Boama
Það eru nokkrir leikmenn í Víkingsliðinu sem verður gaman að fylgjast með í sumar. Bergdís Sveinsdóttir, Freyja Stefánsdóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir þar á meðal. En Linda Líf er leikmaður sem gæti orðið 'svindlkall' ef svo má að orði komast. Hún var virkilega öflug í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið með á undirbúningstímabilinu. Hún er búin að vera með í vetur og kemur því sterkari inn í mótið núna. Hún er öflugur markaskorari sem varnarmenn deildarinnar gætu lent í miklum vandræðum með í sumar.
Komnar:
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir frá Svíþjóð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Val
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir frá Þór/KA
Jóhanna Elín Halldórsdóttir frá Selfossi
Tara Jónsdóttir frá Gróttu (var á láni)
Eva Ýr Helgadóttir frá Smára
Farnar:
Shaina Ashouri til Kanada
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir til Svíþjóðar
Hafdís Bára Höskuldsdóttir til Svíþjóðar
Hulda Ösp Ágústsdóttir í Gróttu
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir í Gróttu (á láni)
Samningslausar:
Rachel Diodati (2000)
Halla Hrund Ólafsdóttir (2004)
Dagbjört Ingvarsdóttir (1996)
Fyrstu fimm leikir Víkings:
16. apríl, Víkingur R. - Þór/KA (Víkingsvöllur)
22. apríl, Stjarnan - Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
29. apríl, Víkingur R. - Þróttur R. (Víkingsvöllur)
3. maí, Breiðablik - Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
9. maí, Víkingur R. - Fram (Víkingsvöllur)
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Anton Freyr Jónsson, Brynjar Óli Ágústsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Mist Rúnarsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
1. ?
2. ?
3. Víkingur R., 72 stig
4. Þróttur R., 71 stig
5. Þór/KA, 67 stig
6. Stjarnan, 48 stig
7. FH, 47 stig
8. Fram, 25 stig
9. FHL, 19 stig
10. Tindastóll, 16 stig
Um liðið: Uppgangurinn í Víkinni hefur í raun verið ævintýralegur síðustu árin og hann hélt bara áfram í fyrra þegar þriðja sætið varð niðurstaðan eftir stórgóðan sigur gegn Þór/KA í lokaumferð deildarinnar. Þær komu inn í deildina í skýjunum eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna sem Lengjudeildarlið árið áður. Þær byrjuðu á því að vinna B-deild Lengjubikarsins fyrir mót og unnu svo bæði Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina. Víkingur varð þarna fyrsta liðið úr B-deild til vinna en Mjólkurbikarinn en þær lögðu Breiðablik eftirminnilega á sumarkvöldi í Laugardalnum. Núna er komið að nýju sumri og nýjum markmiðum eftir tvö stórkostleg tímabil í röð. Hamingjan hefur svo sannarlega verið í Víkinni og þær ætla að halda henni þar.
Þjálfarinn: John Andrews tók við Víkingi haustið 2019 eftir að HK og Víkingur luku samstarfi sínu í meistaraflokki kvenna. Undir stjórn John hefur liðið eflst jafnt og þétt, og má segja að liðið hafi gjörsamlega sprungið út sumarið 2023 þegar þær urðu bikarmeistarar. John er frá Írlandi en hann spilaði hér á landi með Aftureldingu. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Aftureldingar og Völsungs. Hann á auðvitað skilið mikið hrós fyrir það starf sem hann hefur unnið hjá Víkingi en hann mætir til leiks með nýjan aðstoðarmann í sumar; Björn Sigurbjörnsson.
Álit Magga
Magnús Haukur Harðarson, fyrrum þjálfari Fjölnis, er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu deild kvenna. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Getur partýið haldið áfram?
„Það hefur verið standandi partý í Hamingjunni síðustu ár og uppgangur kvennaliðsins verið ótrúlegur. Liðinu er spáð þriðja sætinu en það er einmitt sætið sem þær enduðu í á síðasta tímabili.
Getur partýið haldið áfram?"
„Líklega en liðið hefur styrkt með reynslumiklum leikmönnum en á sama tíma hafa leikmenn horfið á braut sem hafa spilað mikilvæg hlutverk í uppgangi liðsins og mögulega er breiddin minni en síðustu ár."
„Ungir leikmenn halda áfram að blómstra í Víkinni og ég vona að við sjáum aðeins öðruvísi áherslur á vellinum en liðið er súttfullt af hæfileikum og geta auðveldlega spilað boltanum með grasinu í stað þess að lúðra honum fram."
„Metnaðurinn er til staðar til að gera alvöru atlögu að efstu tveimur sætunum en til þess að liðið geti gert það þurfa allir leikmenn og þjálfarar að fara upp í næsta þrep. Það vantaði upp á mætingu á heimavöll Hamingjunnar í fyrra og treysti ég því að það verði annað upp á teningnum í ár."
Lykilmenn: Erna Guðrún Magnúsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir
Erna og Selma eru að fara inn í enn eitt tímabilið saman en þær eru góðar vinkonur og frábærir leikmenn sem hafa reynst Víkingum stórkostlega. Þær spiluðu báðar lykilhlutverk í bikarmeistaratitli Víkinga og hafa verið mjög svo mikilvægar í mögnuðum árangri liðsins síðustu ár. Þær komu báðar frá FH og hafa spilað saman í lengri tíma. Þær tengja vel við hvora aðra innan sem utan vallar og það er dýrmætt að hafa þær í hrygg liðsins þar sem Erna leiðir varnarlínuna og Selma stýrir miðjunni. Þær eru leiðtogar í liðinu og er Selma með fyrirliðabandið. Ágætis pakkadíll sem Víkingar fengu með þeim.
Gaman að fylgjast með: Linda Líf Boama
Það eru nokkrir leikmenn í Víkingsliðinu sem verður gaman að fylgjast með í sumar. Bergdís Sveinsdóttir, Freyja Stefánsdóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir þar á meðal. En Linda Líf er leikmaður sem gæti orðið 'svindlkall' ef svo má að orði komast. Hún var virkilega öflug í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið með á undirbúningstímabilinu. Hún er búin að vera með í vetur og kemur því sterkari inn í mótið núna. Hún er öflugur markaskorari sem varnarmenn deildarinnar gætu lent í miklum vandræðum með í sumar.
Komnar:
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir frá Svíþjóð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Val
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir frá Þór/KA
Jóhanna Elín Halldórsdóttir frá Selfossi
Tara Jónsdóttir frá Gróttu (var á láni)
Eva Ýr Helgadóttir frá Smára
Farnar:
Shaina Ashouri til Kanada
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir til Svíþjóðar
Hafdís Bára Höskuldsdóttir til Svíþjóðar
Hulda Ösp Ágústsdóttir í Gróttu
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir í Gróttu (á láni)
Samningslausar:
Rachel Diodati (2000)
Halla Hrund Ólafsdóttir (2004)
Dagbjört Ingvarsdóttir (1996)

Fyrstu fimm leikir Víkings:
16. apríl, Víkingur R. - Þór/KA (Víkingsvöllur)
22. apríl, Stjarnan - Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
29. apríl, Víkingur R. - Þróttur R. (Víkingsvöllur)
3. maí, Breiðablik - Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
9. maí, Víkingur R. - Fram (Víkingsvöllur)
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Anton Freyr Jónsson, Brynjar Óli Ágústsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Mist Rúnarsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Athugasemdir