Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fös 19. júlí 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann frábæran 2-0 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við John Andrews, þjálfara Víkinga, eftir leikinn.

Góður sigur í dag, hvernig líður þér?


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Stórkostlega, í fyrsta lagi voru leikmennirnir magnaðir. Í öðru lagi fjárfesti félagið í flugi í stað þess að taka langt ferðalag. Ég vona að leikmennirnir hafi verðlaunað stjórninni og starfsfólki því þau voru frábær, þakkir til stjórnarinnar líka," sagði John.

John var gríðarlega ánægður með liðið í heild sinni.

„Þrjú æðisleg stig. Þegar við vorum undir pressu stigu stóru leikmennirnir upp. Við þurfum aldrei að hafa áhyggjur af yngri leikmönnum því þær eru stútfullar af töfrum. Stelpurnar sem komu inn af bekknum breyttu leiknum. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur," sagði John.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk til liðs við Víkinga á dögunum frá sænskaa félaginu Örebro og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik í kvöld.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John.


Athugasemdir
banner