Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 19. júlí 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann frábæran 2-0 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við John Andrews, þjálfara Víkinga, eftir leikinn.

Góður sigur í dag, hvernig líður þér?


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Stórkostlega, í fyrsta lagi voru leikmennirnir magnaðir. Í öðru lagi fjárfesti félagið í flugi í stað þess að taka langt ferðalag. Ég vona að leikmennirnir hafi verðlaunað stjórninni og starfsfólki því þau voru frábær, þakkir til stjórnarinnar líka," sagði John.

John var gríðarlega ánægður með liðið í heild sinni.

„Þrjú æðisleg stig. Þegar við vorum undir pressu stigu stóru leikmennirnir upp. Við þurfum aldrei að hafa áhyggjur af yngri leikmönnum því þær eru stútfullar af töfrum. Stelpurnar sem komu inn af bekknum breyttu leiknum. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur," sagði John.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk til liðs við Víkinga á dögunum frá sænskaa félaginu Örebro og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik í kvöld.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John.


Athugasemdir
banner
banner