De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 19. júlí 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann frábæran 2-0 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við John Andrews, þjálfara Víkinga, eftir leikinn.

Góður sigur í dag, hvernig líður þér?


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Stórkostlega, í fyrsta lagi voru leikmennirnir magnaðir. Í öðru lagi fjárfesti félagið í flugi í stað þess að taka langt ferðalag. Ég vona að leikmennirnir hafi verðlaunað stjórninni og starfsfólki því þau voru frábær, þakkir til stjórnarinnar líka," sagði John.

John var gríðarlega ánægður með liðið í heild sinni.

„Þrjú æðisleg stig. Þegar við vorum undir pressu stigu stóru leikmennirnir upp. Við þurfum aldrei að hafa áhyggjur af yngri leikmönnum því þær eru stútfullar af töfrum. Stelpurnar sem komu inn af bekknum breyttu leiknum. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur," sagði John.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk til liðs við Víkinga á dögunum frá sænskaa félaginu Örebro og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik í kvöld.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John.


Athugasemdir
banner
banner
banner