Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 14. maí 2021 23:09
Brynjar Óli Ágústsson
Ási Arnars: Við lokuðum vel á þá
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir sigraði Gróttu í hörkuleik. Leikurinn var mjög jafn en Fjölnir vann 1-0. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnir, var sáttur með sína menn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Grótta

„Þetta var mikill baráttu leikur. Grótta er með gríðalega öflugt lið. Fastir fyrir og sterkir í föstum leikatriðum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, sem það var,'' segir Ási Arnars eftir sigur á móti Gróttu.

„Við náðum frekar snemma forystu í leiknum og höldum henni nokkuð vel allan leikinn. Við gáfum fá færi á okkur og við náðum að loka vel á þá.'' segir Ási

Fjölnir voru með yfirburða mesta leitið í leiknum og fengu oft tækifæri að klára leikinn af með annað mark.

„Við vorum nálægt því, 3-2 vorum við mjög nálægt því að bæta við, en það vantaði herslumunin í það, en það dugði.''

„Liðið í heild var bara öflugt, skipulagt ,þétt, varðist vel. Skorum gott mark og fáum fleiri færi til að skora, þannig mér finnst liðs frammistaðan standa upp úr í dag.''

Fjölnir eru núna með 2 sigra eftir 2 leiki.

„Það er gott að fá öfluga frammistöðu í byrjun deildarinnar, en það er mikið eftir og margir erfiðir leikir eftir.'' segir Ási.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner