Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 14. maí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 2. umferð: Frábær og skoraði tvö mörk
Delaney Baie Pridham
Mynd: ÍBV
Delaney Baie Pridham er besti leikmaður 2. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. DB skoraði tvö mörk í 4-2 sigri ÍBV gegn Breiðabliki á mánudag. Hún var valin maður leiksins og nú besti leikmaður umferðarinnar.

DB er sóknarmaður sem fædd er árið 1997. Hún spilaði fyrir DeAnza Force Youth liðið í ECNL deild Bandaríkjanna sem er sú sterkasta í yngri flokkum þar í landi. Hún spilaði seinna með háskólaliði Santa Clara, liðinu gekk ágætlega og gerðu vel í NCAA deildinni.

DB skoraði eitt mark í fyrstu umferð gegn Þór/KA og er því komin með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

„Frábær í dag og skoraði 2 mörk. Gerði varnarmönnum Blika erfitt fyrir og var sífellt ógnandi," skrifaði Eyþór Daði Kjartansson í skýrsluna eftir leikinn á mánudag.

Viðtal við DB verður birt seinna í dag.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner