Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 14. maí 2021 20:29
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Mjög lélegur dómari þegar ég reyni að dæma
Lengjudeildin
Jón Þórir Sveinsson.
Jón Þórir Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er erfiður völlur á móti góðu liði svo það er frábært að koma hingað og taka þrjú stig," sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 0 -2 sigur á ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld en leikið var í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Fram fékk vítaspyrnu snemma leiks, á 17. mínútu, auk þess sem Sigurður Arnar Magnússon fékk að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta vera vítaspyrna og fannst hann toga í hann en með rauða spjaldið, ég veit það ekki. Ég er ekki dómari og allavega mjög lélegur þegar ég er að reyna að dæma. Ég þekki ekki hvort þetta ætti að vera rautt en mér fannst þetta vera víti."

Það var mikill hiti í leiknum í kvöld og tæklingarnar flugu um allan völl. Tíu gul spjöld fóru á loft og eitt rautt.

„Það var æsingur, mér fannst eyjamennirnir vera hátt uppi og hleyptu þessu svolítið upp. Það var tuðað yfir öllu og mikið argað og gargað. Leikurinn fór svolítið út í það því miður."

Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu að ofan, hann hrósaði aðstæðum á vellinum og var ánægður með sína menn.
Athugasemdir
banner
banner