Tímabilið hefur verið skelfilegt hjá Manchester United og það er rétt hægt að ímynda sér hvernig andrúmsloftið er innan leikmannahópsins.
Núna segir The Sun frá því að það hafi verið læti á æfingasvæði félagsins í vikunni.
Götublaðið fjallar um það að tveir leikmenn liðsins hafi lent í slagsmálum á æfingu. Leikmennirnir tveir eru ekki nefndir á nafn í fréttinni en sagt er að það hafi þurft að aðskilja þá.
Æfingin var stoppuð við þetta og leikmennirnir sendir inn í búningsklefa.
Sagt er að aðrir leikmenn hafi verið í „sjokki" við að sjá það sem átti sér stað þarna.
Hollendingurinn Erik ten Hag mun taka við stjórn Man Utd í sumar og hann hefur svo sannarlega verk að vinna.
Athugasemdir