Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu senurnar ótrúlegu hjá Sunderland - Tóku Elvis
Daniel Ballard gerði sigurmarkið í gær.
Daniel Ballard gerði sigurmarkið í gær.
Mynd: EPA
Það var ótrúleg stemning á Leikvangi Ljóssins í gærkvöldi þegar Sunderland tryggði sér í úrslitaleik umspilsins í Championship með dramatískum hætti.

Coventry var 0-1 yfir eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni þegar miðvörðurinn Daniel Ballard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingarnnar.

Enzo Le Fée tók hornspyrnu sem Ballard skallaði í netið og það varð allt vitlaust á vellinum.

Sunderland á núna möguleika á að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2017 en þeir mæta Sheffield United í úrslitaleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið í gær og þá ótrúlegu stemningu sem myndaðist hjá stuðningsmönnum Sunderland í kjölfarið. Leikmenn liðsins sungu Elvis Presley lag með stuðningsmönnum eftir leik - falleg stund.




Athugasemdir
banner
banner