Það var ótrúleg stemning á Leikvangi Ljóssins í gærkvöldi þegar Sunderland tryggði sér í úrslitaleik umspilsins í Championship með dramatískum hætti.
Coventry var 0-1 yfir eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni þegar miðvörðurinn Daniel Ballard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingarnnar.
Coventry var 0-1 yfir eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni þegar miðvörðurinn Daniel Ballard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingarnnar.
Enzo Le Fée tók hornspyrnu sem Ballard skallaði í netið og það varð allt vitlaust á vellinum.
Sunderland á núna möguleika á að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2017 en þeir mæta Sheffield United í úrslitaleiknum.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið í gær og þá ótrúlegu stemningu sem myndaðist hjá stuðningsmönnum Sunderland í kjölfarið. Leikmenn liðsins sungu Elvis Presley lag með stuðningsmönnum eftir leik - falleg stund.
Fair play some finish from Dan Ballard ???????? pic.twitter.com/9SE9rvW58r
— Cam (@cam_nufc) May 13, 2025
Carnage. Absolute carnage. pic.twitter.com/auaDk7r5hQ
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) May 14, 2025
WISE MEN SAY ??????? pic.twitter.com/69ylbqHwuX
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) May 13, 2025
Athugasemdir