
„Þetta er það besta sem íslenskt landslið hefur gert, þessi fimm mínútna kafli eftir Tékkamarkið. Það er stórfenglegt að horfa á þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær.
Hann og Elvar Geir Magnússon fóru yfir landsleikinn gegn Tékklandi með Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. Ísland vann svakalegan 2-1 sigur í þessum toppslag á Laugardalsvelli.
„Það sem gerist á þessum fimm mínútum sem þú ert að tala um er að þar setur Gylfi í annan gír. Hann hleypur inn í markið okkar, nær í boltann og tekur miðjuna. Svo bara er hann ON. Hann er mikið í boltanum á þessum mínútum og tekur leikinn algjörlega til sín," sagði Sigurbjörn.
„Við erum orðnir gríðarlega agaðir í okkar leik og það er alveg magnað"
Upptökuna af spjallinu má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni
Athugasemdir