Óli Hrannar Kristjánsson, leikmaður Þróttar R., var á skotskónum þegar hann mætti sínum gömlu félögum í Leikni Reykjavík í kvöld.
Óli Hrannar skoraði strax á fjórðu mínútu, en hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla.
Óli Hrannar skoraði strax á fjórðu mínútu, en hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 3 Leiknir R.
„Það var gaman, það var skrýtið að skora í öðrum búningi heldur en hjá Leikni, á móti Leikni, en ég er bara kominn í Þrótt núna og tilbúinn að leggja mitt af mörkum," sagði hann eftir leik.
Eins og áður segir þurfti Óli að fara meiddur af velli eftir að hafa verið sparkaður niður. Var það eitthvað persónulegt?
„Nei, þetta er bara hluti af leiknum," sagði hann. „Þetta eru alvöru tæklingar sem maður fær og stundum endar þetta svona."
Viðtali má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir