Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 14. júní 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði Freyr: Gæti varla beðið um betri byrjun
Daði Freyr lék með Vestra í 2. deild í fyrra.
Daði Freyr lék með Vestra í 2. deild í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan það að ég skyldi fá á mig tvö mörk er ég nokkuð sáttur með að við fengum eitt stig út úr þessum leik," sagði Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

Daði Freyr var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann er uppalinn fyrir vestan og spilaði með Vestra í 2. deild í fyrra. Daði stóð sig vel í markinu í kvöld.

„Ef ég hefði varið vítið þá hefði þetta verið besti fyrsti leikur sögunnar. Ég gæti varla beðið um betri byrjun."

„Ég flutti hingað og samdi við FH í janúar 2016. Ég er á fjórða ári. Ég er búinn að spila undirbúningsleiki, þetta kom loksins í kvöld."

Stjarnan vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar fyrirgjöf Jósefs Kristins endaði í hendinni á Pétri Viðarssyni varnarmanni FH. Ívar Orri lét leikinn hinsvegar halda áfram og dæmdi ekkert.

„Ég sá þetta. Þetta fór í höndina, en höndin er upp við líkamann. Þetta ætti ekki að vera víti. Það er mín skoðun," sagði Daði sem var ósáttur með vítið sem FH fékk á sig í leiknum.

„Við fengum á okkur víti sem var ekki víti. Það var gefins mark. Við erum svekktir þetta allir."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir