Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. júní 2019 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: England í 16-liða úrslit eftir sigur á Argentínu
Jodie Taylor fagnar marki sínu.
Jodie Taylor fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
England 1 - 0 Argentína
0-0 Nikita Parris ('28, misnotuð vítaspyrna)
1-0 Jodie Taylor ('61 )

Englendingar eru komnir áfram í 16-liða úrslitin á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi.

England mætti Argentínu í kvöld. Á 28. mínútu fékk England vítaspyrnu eftir að brotið var á Alex Greenwood, leikmanni Manchester United. Nikita Parris, sem er nýgengin í raðir Lyon, fór á punktinn, en Vanina Correa í marki Argentínu varði frá henni.

Correa var hrikalega öflug í marki Argentínu, en England náði loksins að brjóta ísinn á 61. mínútu þegar Jodie Taylor skoraði.

Argentína gaf Englendingum alvöru leik, en það var England sem tók sigurinn. Lærimeyjar Phil Neville eru búnar að vinna báða sína leiki og eru komnar áfram í 16-liða úrslitin.

Argentína er með eitt stig og mætir Skotlandi í lokaumferð riðilsins.

Þess ber að geta að fjögur lið með góðan árangur í þriðja sæti fara einnig áfram í 16-liða úrslit. Það er því möguleiki þar fyrir Argentínu og Skotland, sem er án stiga.



Athugasemdir
banner
banner
banner