Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. júní 2021 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kæmi okkur ekki á óvart ef þeir myndu nýta forkaupsréttinn"
Hlynur til vinstri og Gísli til hægri
Hlynur til vinstri og Gísli til hægri
Mynd: Blikar.is
Bologna fékk síðasta haust tvo unga Blika til sín á láni. Blikarnir ungu heita Hlynur Freyr Karlsson og Gísli Gottskálk Þórðarson og eru þeir báðir fæddir 2004.

Lánssamningurinn rennur út um mánaðarmótin en honum fylgir forkaupsréttur.

Fótbolti.net hafði samband við Sigurð Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks, í dag. Hann var spurður hvort einhver þróun væri á málum þeirra Hlyns og Gísla.

„Bologna þarf að staðfesta fyrir lok júní hvort þeir ætli að nýta forkaupsréttinn eða ekki. Við höfum ekki heyrt annað en að þeir hafi gert vel, staðið sig og það kæmi okkur ekki á óvart ef þeir myndu nýta forkaupsréttinn," sagði Sigurður.

Andri Fannar Baldursson er leikmaður Bologna og það er Ari Sigurpálsson einnig. Andri var spurður út í Íslendingana á blaðamannafundi í Ungverjalandi í mars.

Ertu í miklum samskiptum við Íslendingana?

„Já, ég er í samskiptum við þá. Við reynum að hittast eitthvað inn á milli þegar það má. Það er takmarkað sem má hittast utan æfinga og við æfum ekkert alltaf á sama tíma, það er fínt að hafa aðra Íslendinga upp á félagslega partinn að gera,“ sagði Andri.
Athugasemdir
banner
banner
banner