Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 14. júní 2022 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Erum að þora að spila meira
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann sterkan sigur á liði Stjörnunar á HS Orkuvellinum í kvöld þegar liðin mættust þar í níundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Elín Helena Karlsdóttir og kom Keflavík í forystu. Ekki var meira skorað í leiknum og 1-0 sigur Keflavíkur staðreynd, þeirra fyrsti frá því í annari umferð mótsins þann fjórða maí

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

„Tilfinningin er geggjuð og þetta er mjög kærkomið.“
Sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna en eins og áður sagði er langt um liðið síðan að Keflavík vann síðast leik og voru leikmenn eflaust orðnir langeygðir eftir sigrinum.

Keflavíkurliðið sýndi meiri kraft sóknarlega á köflum í leiknum en liðið hefur gert að staðaldri í sumar þó sennilegast verði að segja að gestirnir hafi skapað fleiri færi í dag. En hefur það verið uppleggið að undanförnu að sækja á fleiri mönnum og setja aukin kraft í sóknarleikinn?

„Algjörlega, við erum að þora að spila meira en við gerðum en við vorum samt varnarsinnaðar í dag. Mér fannst sóknarleikurinn vera alveg ágætur í dag þótt hann hefði mátt vera betri en varnarleikurinn var að mér fannst upp á tíu. “

Eftir magra tíð að undanförnu og töp í jöfnum leikjum ætti þessi sigur að gefa Keflavíkurkonum sjálftraust upp á framhaldið að gera.

„Klárlega. Þessir tapleikir, við vorum ekkert að eiga neitt slæma leiki þó við höfum náttúrulega tapað þeim en þetta hefur verið uppbygging hjá okkur og ég er mjög sátt með útkomuna í dag. “

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir