Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   þri 14. júní 2022 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Erum að þora að spila meira
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann sterkan sigur á liði Stjörnunar á HS Orkuvellinum í kvöld þegar liðin mættust þar í níundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Elín Helena Karlsdóttir og kom Keflavík í forystu. Ekki var meira skorað í leiknum og 1-0 sigur Keflavíkur staðreynd, þeirra fyrsti frá því í annari umferð mótsins þann fjórða maí

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

„Tilfinningin er geggjuð og þetta er mjög kærkomið.“
Sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna en eins og áður sagði er langt um liðið síðan að Keflavík vann síðast leik og voru leikmenn eflaust orðnir langeygðir eftir sigrinum.

Keflavíkurliðið sýndi meiri kraft sóknarlega á köflum í leiknum en liðið hefur gert að staðaldri í sumar þó sennilegast verði að segja að gestirnir hafi skapað fleiri færi í dag. En hefur það verið uppleggið að undanförnu að sækja á fleiri mönnum og setja aukin kraft í sóknarleikinn?

„Algjörlega, við erum að þora að spila meira en við gerðum en við vorum samt varnarsinnaðar í dag. Mér fannst sóknarleikurinn vera alveg ágætur í dag þótt hann hefði mátt vera betri en varnarleikurinn var að mér fannst upp á tíu. “

Eftir magra tíð að undanförnu og töp í jöfnum leikjum ætti þessi sigur að gefa Keflavíkurkonum sjálftraust upp á framhaldið að gera.

„Klárlega. Þessir tapleikir, við vorum ekkert að eiga neitt slæma leiki þó við höfum náttúrulega tapað þeim en þetta hefur verið uppbygging hjá okkur og ég er mjög sátt með útkomuna í dag. “

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner