Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 14. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elís léttur: Svona væl meinarðu?
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar eftir tíu leiki með 25 stig. Liðið hefur skorað flest mörk og fengið á sig fæst mörk í deildinni.

En samt sem áður er umræða í kringum Víkinga að þeir séu ekki eins sannfærandi og þeir voru til dæmis í fyrra og áður.

„Það hefur verið meiri hiti á Víkingum í ár en vanalega. Umræða um að dómar falli með ykkur og kannski líka - frekar ósanngjarnt þegar liðið er á toppnum með flest mörk skoruð og fæst mörk fengin á sig - að þetta sé ekki eins sannfærandi. Fer þetta í taugarnar á ykkur?" spurði Jóhann Skúli Jónsson á fréttamannafundi Vals fyrir leikinn gegn Víkingi sem fram fer á þriðjudaginn.

Aron Elís Þrándarson, miðjumaður Víkings, fékk spurninguna og hann var fljótur að svara:

„Svona væl meinarðu? Það er bara gaman að þessu held ég."

Víkingur er liðið sem allir vilja vinna eftir árangurinn í Fossvoginum síðustu árin.

„Við þurfum að finna réttu orðin til að viðhalda hungri og metnaði. Það er svo mikið af liðum í sögu fótboltans sem sætta sig við að vinna einn titil og þar með er það frábært. Þess vegna dáist ég að liðum eins og City og fleirum - þjálfurum eins og Guardiola sem ná að viðhalda hungri leikmanna," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, á fundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner