Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
   sun 02. júní 2024 20:18
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs: Róum okkur á þessu propaganda gegn Víkingi
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Róum okkur aðeins á þessu propaganda sem er í gangi gegn Víkingi," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings við Fótbolta.net í kvöld eftir að liðið hafði unnið 5 - 2 sigur heima gegn Fylki.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

Eftir að Fylkir komst yfir í leiknum jafnaði Aron Elís Þrándarson í kjölfar þess að hafa fengið boltann í hendina. Nokkur umræða hefur verið undanfarið um að dómar falli mikið með Víkingum og Arnar er ósáttur við hvernig hún hefur farið fram.

„Ég man ekki eftir að það hafi verið gerður heill sjónvarpsþáttur um atriði sem hafa fallið okkur í vil. Þetta gerist bara í fótbolta, sumt fellur á móti okkur og sumt með okkur. Sumt fellur með og á móti FH og svo framvegis. Þetta er orðið hálf hlægilegt. Fór hann í hendina á honum? Já Varð mark? Já, og áfram gakk"

Finnst þér umræðan vera óvægin í ykkar garð?

„Já, hún er bara fáránleg, og sem betur fer eru dómarar ekki að falla í gildruna. Þeir halda bara áfram. Mér finnst ganga of langt þegar allir eru farnir að tala um þetta og það er verið að gera þessu góð skil í öllum fjölmiðlum og þess háttar. Svo eru mögulega einhverjir þjálfarar andstæðinga líka sem sjálfir fá svo víti í næsta leik á eftir eða einhver átti að vera rekinn útaf í þeirra liði sem var ekki rekinn útaf. Sem betur fer eru Víkingar ekki að taka þátt í þessari umræðu, allavega ekki liðið eða ég. Ég endurtek enn og aftur, í haust verður það besta liðið en ekki heppnasta liðið sem mun vinna þennan titil og þannig mun það alltaf vera."

Þið þurfið þess ekki að þetta falli með ykkur, þið eruð nógu góðir?

„Það þurfa öll lið heppni. Ég er nýbúinn að klára 99 seríuna með United. Hvernig var þrennan unnin. Ég man eins og það hafi gerst í dag í undanúrslitaleik á móti Arsenal og þegar Roy Keane var rekinn útaf. Dennis Bergkamp klúðraði víti og Giggs átti eitthvað wonder goal. Er það heppni? Úrslitaleikur á móti Bayern, tvö horn, áttu ekki neitt í leiknum, er það heppni? Öll góð þurfa heppni en það er ekki heppnasta liðið sem verður meistari. Það er mitt argument og mun ekki gerast í hvaða deild sem er. Þetta er orðið hálf langþreytt að hugsa á þetta."

Ertu að óttast að dómarar hlusti á umræðuna og fari að dæma gegn ykkur?

„Nei, því ef ég myndi óttast það þá hefði ég panta viðtal strax daginn eftir og tekið á því máli. Ég óttast það ekki því við erum með töffara sem eru að dæma þetta sem eru ekkert að hlusta á þessa þvælu. Þeir eru að gera sitt besta. Ef við tökum vítið hjá Danna, bæði ég, og blaðamannastúkan og allir sem voru að lýsa leiknum sögðu bara að þetta væri pjúra víti við fyrstu sín. Elli dæmir eftir því, hann hefur ekki lúxusinn að sjá þetta í einhverri VAR endursýningu. Þó hann myndi sjá þetta í VAR endursýningu þá sést greinilega að hann tosar aðeins í peysuna á honum og er þetta víti? Ég veit það ekki. Gat hann dæmt ekki víti? Já klárlega. En að láta líta út eins og við séum á toppnum afþví við erum svo rosalega heppnir er bara fáránlegt."
Athugasemdir
banner
banner