Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 14. júní 2024 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt stuðningsmannalag Skotlands að vekja mikla athygli
McGinn kemur við sögu í laginu.
McGinn kemur við sögu í laginu.
Mynd: EPA
Skotar mæta Þýskalandi í opnunarleiknum á Evrópumótinu í kvöld. Það verður flautað til leiks klukkan 19:00.

Skosku stuðningsmennirnir munu mæta með stuðið til Þýskalands og þeir munu syngja nýtt stuðningsmannalag sem var gefið út fyrir mótið. Lagið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og þykir það vel heppnað.

Lagið ber heitið „No Scotland, No Party," en það var gefið út fyrr í mánuðinum.

Og svona er brot af textanum:
„Það er enginn að segja að við munum vinna þetta"
„Við vitum að við erum ekki Argentína"
„En við erum með John McGinn (John McGinn, John McGinn)"
„Og Robbo úti á vængnum (á vængnum, á vængnum)"
„Ekkert Skotland, ekkert partý"
„Steve Clarke's, Tartan Army"


Hægt er að hlusta á lagið í heild sinni hér að neðan. Við mælum svo sannarlega með því.


Athugasemdir
banner
banner
banner