Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny spenntur fyrir Al-Nassr
Mynd: Getty Images
Sádi-arabíska stórveldið Al-Nassr er í viðræðum við Juventus um kaup á pólska markverðinum Wojciech Szczesny, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Juve.

Szczesny er spenntur fyrir félagsskiptunum en Al-Nassr og Juventus eiga eftir að ná samkomulagi um kaupverð.

Szczesny er 34 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður hjá Juve síðustu sex ár, auk þess að eiga 82 landsleiki að baki fyrir Pólland.

Pólverjinn sér fram á að missa byrjunarliðssætið sitt hjá Juve eftir að félagið keypti Michele Di Gregorio, besta markvörð ítölsku deildarinnar, frá Monza á dögunum.

Szczesny situr því og bíður eftir niðurstöðu en fjölmiðlar á Ítalíu segja að leikmaðurinn sé afar spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í Sádi-Arabíu. Þar myndi hann endursameinast Cristiano Ronaldo eftir að þeir spiluðu saman í Juventus, en Sadio Mané, Alex Telles, Aymeric Laporte, Marcelo Brozovic, Anderson Talisca og Otávio eru allir á mála hjá félaginu,

Hjá Al-Nassr myndi Szczesny taka markmannsstöðuna af David Ospina, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Arsenal, sem verður samningslaus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner