Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 6. umferð: Nice and sweet að hitta hann svona
Pablo Punyed (KR)
Pablo í leiknum í gærkvöldi.
Pablo í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, miðjumaður KR, er leikmaður 6. umferðar í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net. Pablo átti stórleik í 3-1 sigrinum á Breiðabliki í gær en hann skoraði tvö lagleg mörk fyrir KR-inga.

„Mér fannst Pablo vera besti maður vallarins. Vinnslan í honum var lagjörlega sturluð. Þetta var ótrúlegt," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

„Hann er með hrikalega jákvæðar sendingar fram á við. Hann er að finna menn í hlaupum eða senterinn sem getur haldið honum. Hann og Pálmi (Rafn Pálmason) stigu ekki mörg feilspor á miðjunni í kvöld."

Pablo hefur spilað mjög vel með KR á þessu tímabili.

„Móttökur og sendingar eru góðar þegar hann er með boltann. Hann er svo mikilvægur fyrir KR því að hann heldur vel í boltann," Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

Pablo var sjálfur hæstánægður með sigurinn í gær. „Allir leikir sem við spilum eru stórleikir því allir vilja vinna KR. Við vissum að þetta yrði stórleikur, við töpuðum á heimavelli fyrir HK, vinnum svo Víking í lala-leik en núna held ég að við höfum spilað frábærlega," sagði Pablo við Fótbolta.net eftir leik.

Síðara markið hjá Pablo kom með þrumuskoti af löngu færi.
„Þegar maður hittir boltann eins og í seinna markinu þá finnur maður að það er nice and sweet. Ég reyndi það í fyrri hálfleik en Anton (Ari Einarsson) var á réttum stað þá. Það er alltaf gaman að vinna og taka þrjú stig og liðið var frábært," sagði Pablo.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Pablo eftir leik í gær.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Pablo: Við höfum reynsluna í að klára leiki
Athugasemdir
banner