Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 10. júlí 2020 13:30
Innkastið
Bestur í 5. umferð: Besti erlendi leikmaðurinn frá upphafi?
Patrick Pedersen (Valur)
Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson fagna gegn Víkingi.
Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson fagna gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen, framherji Vals, er leikmaður 5. umferðar í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net en hann skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri liðsins gegn Víkingi R. í fyrrakvöld.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í lið Vals og hann átti þátt í báðum mörkunum sem Patrick skoraði.

„Maður er kannski orðinn vanur þessum gæðum en það má ekki vanmeta hvað hann gefur Vals liðinu mikið. Hann er stanslaus ógn fram á við. Hann verður betri leikmaður með Kristni Frey," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

Patrick hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðunum í Pepsi Max-deildinni í sumar en samtals hefur hann skorað 61 mark í 88 leikjum með Val í efstu deild.

Í Innkastinu í gær var rætt um það hvar Patrick raðar sér niður yfir bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar á Íslandi?

„Er hann ekki sá besti? Ég held að hann sé sá besti," sagði Gunnar Birgisson.

„Er ekki talað um Allan Borgvardt og Tommy Nielsen á eftir honum?" sagði Ingólfur Sigurðsson.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Innkastið - KA í brekku og öftustu menn gefa mörk á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner