Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur"
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir greindi frá því í morgun að hún og sambýliskona hennar Mia Jalkerud væru á förum frá norska félaginu Arna-Björnar. Ástæðan er álag heima fyrir en þær fengu til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína eins og þeim hafi verið lofað.

Guðbjörg ræddi við Sindra Sverrisson á Vísi í morgun.

Sjá einnig:
Guðbjörg og Mia rifta samningnum við Arna-Björnar

Guðbjörg varði mark liðsins í upphafi móts en eftir að hún tilkynnti félaginu að þær vildu rifta samningnum hefur hún ekkert spilað.

„Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt," sagði Guðbjörg við Vísi.

„Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ sagði Guðbjörg.

Guðbjörg greinir frá því í viðtalinu að fjölskyldan muni flytja aftur til Svíþjóðar en hún og Mia léku með Djurgården áður en þær sömdu við Arna-Björnar.

Guðbjörg segir að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni og líklegt að hún spili í Svíþjóð en útilokar ekki að koma heim til Íslands.

„Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila," sagði Guðbjörg við Vísi.

Guðbjörg er 36 ára og á að baki 64 A-landsleiki.

Smelltu hér til að lesa viðtalið á Vísi.

Sjá einnig:
Guðbjörg og Mia rifta samningnum við Arna-Björnar


Athugasemdir
banner
banner