Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 14. júlí 2022 22:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Anton Ari: Ég átti að kveikja fyrr á perunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru blendnar tilfinningar hjá markmanni Breiðabliks, Antoni Ara Einarssyni eftir 4-1 sigur á Santa Coloma en liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Í hálfleik var 1-1 en Santa Coloma komust óvænt yfir í leiknum, fyrri hálfleikurinn erfiðari en menn kannski áttu von á?

"Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera og það mátti alveg búast við því að þetta þróist svona. Við bara mættum ekki alveg til leiks þangað til að það voru svona 10 mínútur eftir í fyrri hálfleik þá kviknaði aðeins á okkur og eftir það vorum við bara frekar solid"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Gerðu Santa Coloma eitthvað öðruvísi frá fyrri leiknum sem kom Blikum á óvart?

"Nei í sjálfu sér ekki, við bara vorum ekki að gera það sem ætluðum að gera og vorum bara smá sloppy og héldum smá þetta kæmi bara að sjálfu sér"

Markið sem Blikar fengu á sig kom eins og þruma úr heiðskýru lofti af eitthverjum 40 metrum og Anton var framarlega og boltinn fór yfir Anton í markinu og í netið, hvernig fannst Antoni þetta mark?

"Ég á bara að gera betur, við vorum búnir að tala um það og þeir voru mjög vakandi fyrir minni staðsetningu og vissu ég yrði framarlega því við stígum hátt á völlinn og þá þarf ég að vera hátt þannig ég átti bara að kveikja á perunni og droppa fyrr neðar þegar boltinn er laus á miðjunni"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni í fyrra.

"Já við þurfum að aldeilis mæta betur stilltir en í fyrra, fórum þarna tvisvar síðasta sumar og vorum ekki nógu góðir í bæði skiptin. Við fögnum þessu núna í kvöld svo byrjar undirbúningurinn á morgun"

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner