Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 14. júlí 2022 22:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Anton Ari: Ég átti að kveikja fyrr á perunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru blendnar tilfinningar hjá markmanni Breiðabliks, Antoni Ara Einarssyni eftir 4-1 sigur á Santa Coloma en liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Í hálfleik var 1-1 en Santa Coloma komust óvænt yfir í leiknum, fyrri hálfleikurinn erfiðari en menn kannski áttu von á?

"Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera og það mátti alveg búast við því að þetta þróist svona. Við bara mættum ekki alveg til leiks þangað til að það voru svona 10 mínútur eftir í fyrri hálfleik þá kviknaði aðeins á okkur og eftir það vorum við bara frekar solid"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Gerðu Santa Coloma eitthvað öðruvísi frá fyrri leiknum sem kom Blikum á óvart?

"Nei í sjálfu sér ekki, við bara vorum ekki að gera það sem ætluðum að gera og vorum bara smá sloppy og héldum smá þetta kæmi bara að sjálfu sér"

Markið sem Blikar fengu á sig kom eins og þruma úr heiðskýru lofti af eitthverjum 40 metrum og Anton var framarlega og boltinn fór yfir Anton í markinu og í netið, hvernig fannst Antoni þetta mark?

"Ég á bara að gera betur, við vorum búnir að tala um það og þeir voru mjög vakandi fyrir minni staðsetningu og vissu ég yrði framarlega því við stígum hátt á völlinn og þá þarf ég að vera hátt þannig ég átti bara að kveikja á perunni og droppa fyrr neðar þegar boltinn er laus á miðjunni"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni í fyrra.

"Já við þurfum að aldeilis mæta betur stilltir en í fyrra, fórum þarna tvisvar síðasta sumar og vorum ekki nógu góðir í bæði skiptin. Við fögnum þessu núna í kvöld svo byrjar undirbúningurinn á morgun"

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner