Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 14. júlí 2022 22:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Anton Ari: Ég átti að kveikja fyrr á perunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru blendnar tilfinningar hjá markmanni Breiðabliks, Antoni Ara Einarssyni eftir 4-1 sigur á Santa Coloma en liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Í hálfleik var 1-1 en Santa Coloma komust óvænt yfir í leiknum, fyrri hálfleikurinn erfiðari en menn kannski áttu von á?

"Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera og það mátti alveg búast við því að þetta þróist svona. Við bara mættum ekki alveg til leiks þangað til að það voru svona 10 mínútur eftir í fyrri hálfleik þá kviknaði aðeins á okkur og eftir það vorum við bara frekar solid"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Gerðu Santa Coloma eitthvað öðruvísi frá fyrri leiknum sem kom Blikum á óvart?

"Nei í sjálfu sér ekki, við bara vorum ekki að gera það sem ætluðum að gera og vorum bara smá sloppy og héldum smá þetta kæmi bara að sjálfu sér"

Markið sem Blikar fengu á sig kom eins og þruma úr heiðskýru lofti af eitthverjum 40 metrum og Anton var framarlega og boltinn fór yfir Anton í markinu og í netið, hvernig fannst Antoni þetta mark?

"Ég á bara að gera betur, við vorum búnir að tala um það og þeir voru mjög vakandi fyrir minni staðsetningu og vissu ég yrði framarlega því við stígum hátt á völlinn og þá þarf ég að vera hátt þannig ég átti bara að kveikja á perunni og droppa fyrr neðar þegar boltinn er laus á miðjunni"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni í fyrra.

"Já við þurfum að aldeilis mæta betur stilltir en í fyrra, fórum þarna tvisvar síðasta sumar og vorum ekki nógu góðir í bæði skiptin. Við fögnum þessu núna í kvöld svo byrjar undirbúningurinn á morgun"

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner