Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 14. júlí 2022 22:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Anton Ari: Ég átti að kveikja fyrr á perunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru blendnar tilfinningar hjá markmanni Breiðabliks, Antoni Ara Einarssyni eftir 4-1 sigur á Santa Coloma en liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Í hálfleik var 1-1 en Santa Coloma komust óvænt yfir í leiknum, fyrri hálfleikurinn erfiðari en menn kannski áttu von á?

"Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera og það mátti alveg búast við því að þetta þróist svona. Við bara mættum ekki alveg til leiks þangað til að það voru svona 10 mínútur eftir í fyrri hálfleik þá kviknaði aðeins á okkur og eftir það vorum við bara frekar solid"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Gerðu Santa Coloma eitthvað öðruvísi frá fyrri leiknum sem kom Blikum á óvart?

"Nei í sjálfu sér ekki, við bara vorum ekki að gera það sem ætluðum að gera og vorum bara smá sloppy og héldum smá þetta kæmi bara að sjálfu sér"

Markið sem Blikar fengu á sig kom eins og þruma úr heiðskýru lofti af eitthverjum 40 metrum og Anton var framarlega og boltinn fór yfir Anton í markinu og í netið, hvernig fannst Antoni þetta mark?

"Ég á bara að gera betur, við vorum búnir að tala um það og þeir voru mjög vakandi fyrir minni staðsetningu og vissu ég yrði framarlega því við stígum hátt á völlinn og þá þarf ég að vera hátt þannig ég átti bara að kveikja á perunni og droppa fyrr neðar þegar boltinn er laus á miðjunni"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni í fyrra.

"Já við þurfum að aldeilis mæta betur stilltir en í fyrra, fórum þarna tvisvar síðasta sumar og vorum ekki nógu góðir í bæði skiptin. Við fögnum þessu núna í kvöld svo byrjar undirbúningurinn á morgun"

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner