Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   fim 14. júlí 2022 22:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Anton Ari: Ég átti að kveikja fyrr á perunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru blendnar tilfinningar hjá markmanni Breiðabliks, Antoni Ara Einarssyni eftir 4-1 sigur á Santa Coloma en liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Í hálfleik var 1-1 en Santa Coloma komust óvænt yfir í leiknum, fyrri hálfleikurinn erfiðari en menn kannski áttu von á?

"Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera og það mátti alveg búast við því að þetta þróist svona. Við bara mættum ekki alveg til leiks þangað til að það voru svona 10 mínútur eftir í fyrri hálfleik þá kviknaði aðeins á okkur og eftir það vorum við bara frekar solid"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Gerðu Santa Coloma eitthvað öðruvísi frá fyrri leiknum sem kom Blikum á óvart?

"Nei í sjálfu sér ekki, við bara vorum ekki að gera það sem ætluðum að gera og vorum bara smá sloppy og héldum smá þetta kæmi bara að sjálfu sér"

Markið sem Blikar fengu á sig kom eins og þruma úr heiðskýru lofti af eitthverjum 40 metrum og Anton var framarlega og boltinn fór yfir Anton í markinu og í netið, hvernig fannst Antoni þetta mark?

"Ég á bara að gera betur, við vorum búnir að tala um það og þeir voru mjög vakandi fyrir minni staðsetningu og vissu ég yrði framarlega því við stígum hátt á völlinn og þá þarf ég að vera hátt þannig ég átti bara að kveikja á perunni og droppa fyrr neðar þegar boltinn er laus á miðjunni"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni í fyrra.

"Já við þurfum að aldeilis mæta betur stilltir en í fyrra, fórum þarna tvisvar síðasta sumar og vorum ekki nógu góðir í bæði skiptin. Við fögnum þessu núna í kvöld svo byrjar undirbúningurinn á morgun"

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner