Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Sig skoraði annan leikinn í röð - Töp í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í Norðurlandaboltanum í dag. Í Svíþjóð skoraði Arnór Sigurðsson jöfnunarmark Norrköping og er þetta annar leikurinn í röð sem hann skorar.


Ari Freyr Skúlason var einnig í byrjunarliðinu hjá Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg. Sveinn Aron Guðjohnsen leiddi sóknarlínu Elfsborg fyrstu 55 mínúturnar en tókst ekki að skora.

Elfsborg og Norrköping sigla nokkuð lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, með 23 og 20 stig eftir 18 umferðir.

Davíð Kristján Ólafsson var þá í byrjunarliði Kalmar sem tapaði fyrir Djurgården. Davíð var skipt af velli þegar Kalmar var lent þremur mörku undir og urðu lokatölur 3-2.

Kalmar er sex stigum frá Evrópubaráttunni og tapaði fyrir toppliði deildarinnar.

Degerfors og Varberg skildu þá jöfn 1-1 en Óskar Tor Sverrisson var ekki í hóp hjá Varberg, sem er á svipuðum slóðum og Norrköping í neðri hlutanum.

Elfsborg 1 - 1 Norrköping
1-0 M. Baidoo ('33)
1-1 Arnór Sigurðsson ('64)

Djurgården 3 - 2 Kalmar

Degerfors 1 - 1 Varberg

Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 78 mínúturnar er Odense tapaði fyrir sterku liði Bröndby í efstu deild danska boltans. 

OB er aðeins með eitt stig eftir fimm fyrstu umferðir nýs deildartímabils og þurfa Aron Elís og félagar að hysja upp um sig sem fyrst. 

Stefán Teitur Þórðarson spilaði þá fyrri hálfleikinn í fyrsta tapi Silkeborg á deildartímabilinu. Það kom á útivelli gegn Viborg þar sem Jay-Roy Grot og Christian Sörensen lögðu upp fyrir hvorn annan á níu mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Silkeborg er með tíu stig eftir fimm umferðir þrátt fyrir tapið. Viborg er með níu stig.

Að lokum gerði Esbjerg markalaust jafntefli við Skive í dönsku C-deildinni. Ísak Óli Ólafsson er leikmaður Esbjerg og féll úr B-deildinni með liðinu á síðustu leiktíð.

Bröndby 2 - 0 Odense
1-0 J. Radosevic ('13, víti)
2-0 O. Schwartau ('32)

Viborg 2 - 0 Silkeborg
1-0 Jay-Roy Grot ('13)
2-0 Christian Sörensen ('22)

Esbjerg 0 - 0 Skive


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner