Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 13:50
Aksentije Milisic
Ten Hag hætti við að gefa leikmönnum frí eftir niðurlæginguna
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ætlaði að gefa leikmönnum liðsins frí frá æfingu í dag en Man Utd mætti Brentford í gær.


United var niðurlægt en liðið tapaði með fjórum mörkum gegn engu þar sem heimamenn í Brentford skoruðu fjögur mörk á fyrstu 35. mínútum leiksins.

Enskir miðlar greina frá því að Ten Hag hafi ákveðið að láta leikmenn mæta á æfingasvæðið í dag eftir þessa hörmungar frammistöðu og fara yfir málin.

Það eru átta dagar í næsta leik Man Utd en þá fær liðið Liverpool í heimsókn á Old Trafford eða þann 22. ágúst.

United er með 0 stig eftir tvo fyrstu leikina í deildinni og er markatalan í mínus 5. Ten Hag sagði í viðtali eftir leikinn í gær að frammistaðan hafi verið skammarleg og að félagið sé að vinna í því að sækja nýja leikmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner