Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 14. september 2020 22:06
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Dómarinn hafði ekki þor
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis var ekki nógu sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu á Vivaldivellinum fyrr í kvöld.

Grótta og Fjölnir eru í bullandi fallbaráttu í Pepsi Max deild karla og gerði stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnismenn eru enn án sigurs og Gróttumenn eru með einn sigur, gegn Fjölni í fyrri umferðinni.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Eins og oft áður, ótrúlega svekktir með lokaniðurstöðuna, ég er ánægður með strákana að mörgu leyti í dag.''

„Það var auðvitað mikið undir, mikill baráttu leikur og við gáfum allt í þetta í dag. Við komumst tvisvar sinnum í forystu og föllum kannski í þá gryfju að fara að verja forystuna og föllum of aftarlega og gefum þá færi á okkur sem felst í því að þeir fá bara ódýrar hornspyrnur, það er þeirra hættulegasta vopn og það eru okkar stærstu mikstök.''


Fjölnir vildi vítaspyrnu undir lokin þar sem Atli Gunnar virtist togaður niður.

„Því miður virtist dómarinn ekki hafa þor í sér að taka stóra ákvörðun undir lokin þar sem að augljós vítaspyrna er inn í teig þar sem þeir rífa Atla niður.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Ási betur um leikinn, dómgæsluna, framhaldið og það að missa út sterka leikmenn fyrir mót.
Athugasemdir
banner
banner
banner