Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis var ekki nógu sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu á Vivaldivellinum fyrr í kvöld.
Grótta og Fjölnir eru í bullandi fallbaráttu í Pepsi Max deild karla og gerði stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnismenn eru enn án sigurs og Gróttumenn eru með einn sigur, gegn Fjölni í fyrri umferðinni.
Grótta og Fjölnir eru í bullandi fallbaráttu í Pepsi Max deild karla og gerði stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnismenn eru enn án sigurs og Gróttumenn eru með einn sigur, gegn Fjölni í fyrri umferðinni.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Fjölnir
„Eins og oft áður, ótrúlega svekktir með lokaniðurstöðuna, ég er ánægður með strákana að mörgu leyti í dag.''
„Það var auðvitað mikið undir, mikill baráttu leikur og við gáfum allt í þetta í dag. Við komumst tvisvar sinnum í forystu og föllum kannski í þá gryfju að fara að verja forystuna og föllum of aftarlega og gefum þá færi á okkur sem felst í því að þeir fá bara ódýrar hornspyrnur, það er þeirra hættulegasta vopn og það eru okkar stærstu mikstök.''
Fjölnir vildi vítaspyrnu undir lokin þar sem Atli Gunnar virtist togaður niður.
„Því miður virtist dómarinn ekki hafa þor í sér að taka stóra ákvörðun undir lokin þar sem að augljós vítaspyrna er inn í teig þar sem þeir rífa Atla niður.''
Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Ási betur um leikinn, dómgæsluna, framhaldið og það að missa út sterka leikmenn fyrir mót.
Athugasemdir