Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. september 2020 19:10
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Ísak skoraði í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping heimsótti Kalmar heim í sænsku Allsvenskan deildinni í dag en leikið var í 20. umferð.

Norrköping byrjaði leikinn betur og það var Ísak Bergmann Jóhannesson sem kom gestunum yfir. Hann skoraði þá eftir flottan undirbúning frá Jonathan Levi. Markið má sjá hérna.

Christoffer Nyman skoraði tíu mínútum síðar og fóru gestirnir með 2-0 forystu í hálfleik.

Ekkert var skorað í síðari hálfleiknum og því góður sigur hjá Norrköping staðreynd. Liðið er núna í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Kalmar er í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner