þri 14. september 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak hélt ræðu - „Enn einn Íslendingurinn í liðið"
Ísak á landsliðsæfingu.
Ísak á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson þreytti frumraun sína með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni síðastliðið sunnudagskvöld.

Ísak Bergmann og Andri Fannar Baldursson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK gegn Randers á sunnudagskvöld. FCK komst tveimur mörkum yfir áður en Ísak kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Andri Fannar kom inn á fimmtán mínútum síðar í 2-0 sigri.

FCK, sem er orðið mikið Íslendingafélag, er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni með 20 stig.

FCK birti skemmtilegt myndband úr klefanum eftir leik þar sem Ísaki var óskað með fyrsta leikinn. „Enn einn Íslendingurinn í liðið. Það er frábært," sagði einn úr starfsteymi áður en Ísak hélt stutta ræðu á ensku.

„Takk strákar, þið eruð fokking vélar, þið hlaupið ótrúlega mikið. Takk fyrir að hjálpa mér á vellinum," sagði Ísak en allt myndbandið er hér að neðan.

Það eru fjórir Íslendingar hjá FCK; Andri Fannar, Ísak Bergmann, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner