Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Ligt benti á kærustu sína - „Sýndi hvað ég get gert"
Skoraði sitt fyrsta mark fyrir United. Hann var keyptur frá Bayern Munchen í sumar.
Skoraði sitt fyrsta mark fyrir United. Hann var keyptur frá Bayern Munchen í sumar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Sigurinn var augljóslega mjög mikilvægur. Það var ekki nógu gott að vera með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina, svo það var pressa en mér fannst við spila mjög vel í dag. Stórt hrós á Andre Onana sem varði mjög mikilvæga vítaspyrnu, hann breytti leiknum fyrir okkur," sagði Matthijs de Ligt, varnarmaður Man Utd, eftir sigur á Southampton í dag.

De Ligt skoraði fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes skömmu eftir að Onana varði vítaspyrnu Cameron Archer.

„Við höfum unnið í föstm leikatriðum, þetta var reyndar ekki beint úr bókinni, en þetta kom vel út," sagði De Ligt um markið.

Hann fagnaði með því að benda upp í stúku. „Kærasta mín á afmæli, þetta mark er fyrir hana," sagði sá hollenski.

De Ligt var í brasi í landsleikjahléinu, var tekinn af velli í leik með Hollandi þar sem hann stóð sig ekki nógu vel.

„Mér fannst ég kannski ekki þurfa að sanna neitt, stundum ganga hlutirnir ekki alveg upp eins og þú vilt. en þú verður að líta í það jákvæða. Ég var ánægður að ná að spila einn og hálfan leik því það var langt síðan ég spilaði marga leiki. Þetta er núna þriðji leikurinn á viku. Fyrir mig mikilvægt að ná takti og ná að sýna hvað ég get gert."

Hann þurfti að fara af velli í seinni hálfleik. „Þetta var bara smá krampi. Þetta er örugglega í fyrsta skiptið í fimm mánuði sem ég spila þrjá leiki á viku. Ég vildi klára leikinn," sagði De Ligt að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner