Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 14. september 2024 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Everton tapaði aftur niður tveggja marka forskoti

Aston Villa 3 - 2 Everton
0-1 Dwight McNeil ('16 )
0-2 Dominic Calvert-Lewin ('27 )
1-2 Ollie Watkins ('36 )
2-2 Ollie Watkins ('58 )
3-2 Jhon Duran ('76 )


Það var ótrúlegur leikur á Villa Park í kvöld þar sem heimamenn í Aston Villa unnu endurkomusigur gegn Everton.

Dwight McNeil kom Everton yfir og Dominic Calvert-Lewin bætti öðru markinu við þegar hann skallaði boltann í netið.

Stuttu síðar tókst Ollie Watkins að minnka muninn með sínu fyrsta marki á tímabilinu. 1-2 var staðan í hálfleik.

Watkins var aftur á ferðinni eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði og jafnaði metin. Jhon Duran kom inn á sem varamaður og um fimm mínútum síðar skoraði hann stórkostlegt mark með skoti fyrir utan vítateig og tryggði Villa stigin þrjú.

Er þetta því annar leikurinn í röð sem Everton missir niður tveggja marka forystu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
6 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
10 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
11 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
12 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner