Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Þetta er mikið áfall
Mynd: Getty Images

Liverpool hefur byrjað mjög vel undir stjórn Arne Slot og var með fullt hús stiga fyrir helgina. Það var því mikið högg í dag þegar liðið tapaði gegn Nottingham Forest á Anfield.


Liverpool var mun meira með boltann í leiknum en átti erfitt með að brjóta sér leið í gegnum varnarmúr Forest. Callum Hudson-Odoi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið.

„Þetta er mikið áfall. Ef þú tapar á heimavelli er það alltaf áfall. Venjulega er þetta lið ekki að eenda í topp tíu þannig að ef þú tapar á móti þeim eru það mikil vonbrigði þó þeir hafi verið mjög vel skipulagðir," sagði Slot.

„Þetta var ekki nógu gott í dag því allt of margiir voru ekki í samræmi við þá staðla sem ég er vanur frá þeim á boltanum. Nottingham spilaði mörgum löngum boltum þannig ef þú nærð boltanum þarftu að fara framhjá ellefu leikmönnum. Við vorum mikið með boltann en náðum bara að skapa okkur þrjú eða fjögur færi, það er ekki nóg."


Athugasemdir
banner
banner
banner