Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 14. október 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Kaka: Pirlo verður einstakur stjóri
Brasilíumaðurinn Kaka telur að fyrrum samherji sinn hjá AC Milan, Andrea Pirlo, muni verða einstakur stjóri.

Pirlo tók við Juventus í sumar og Kaka hefur tröllatrú á honum í stjórastólnum.

„Þetta er skemmtilegt. Ég hef gaman að því að sjá mína fyrrum liðsfélaga vera tengda stórum félögum," segir Kaka.

„Upphaflega áætlunin var að hann tæki við unglingaliðinu og myndi vinna sig upp en hann er þegar mættur."

„Andrea hefur mikla fótboltaþekkingu og það hjálpar honum að hafa spilað fyrir menn eins og Carlo Ancelotti, Massimiliano Allegri og Antonio Conte. En hann mun verða einstakur sem þjálfari, rétt eins og hann var sem leikmaður."
Athugasemdir
banner